Viðskipti innlent

WOW air skarar fram úr á samfélagsmiðlum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíðinni í London í vikunni.
Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíðinni í London í vikunni. Vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíðinni SimpliFlying: Awards for Excellence in Social Media 2016 sem fram fór í London í vikunni.

Bar WOW Air sigur úr býtum í tveimur flokkum. Annars vegar í flokknum Launches þar sem veitt eru verðlaun fyrir flugfélag sem standa sig best í að nýta sér samfélagsmiðla til þess að kynna nýjar leiðir, áfangastaði og flugvélar.

Hins vegar í flokknum Overall in Europe þar sem veitt evrópskum flugfélum eru veitt verðlaun fyrir að hafa náð að samræma með árangursríkum hætti samfélagsmiðla og aðra tækni á öllum mörkuðum sínum.

Þá varð WOW air í öðru sæti í flokknum Branding þar sem samfélagsmiðlar eru nýttir til þess að styrkja vörumerki flugfélagsins með skýrum og samkvæmum hætti.

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum fyrr í vikunni og að þessu sinni atti WOW air kappi við flugfélög á borð við Finnair, Lufthansa, Vueling, Emirates og Etihad sem tilnefnd voru í sömu flokkum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×