Íslendingar auglýsa gjaldeyrisbrask sem skjótfenginn gróða til að auðvelda lífið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 14:03 Hópur íslendinga reynir að lokka til sín einstaklinga í einhverskonar gjaldeyrisviðskipti undir nafninu GEM Iceland. Hópurinn er i samstarfi við Wealth Generators, bandarískt fyrirtæki sem býður einstaklingum að velja á milli áskriftarleiða. Áskrifendur eru svo fengnir til að finna fleiri áskrifendur og þannig fara af stað snjóboltaáhrif. Þá lofar Wealth Generators einnig að kenna aðilum á gjaldeyrisviðskipti. Viðskiptablaðið greindi frá málinu í gær og segir allt benda til að um pýramídasvindl sé að ræða. GEM Iceland sendi frá sér kynningarmyndband í gegnum YouTube þar sem sést til hóps á snekkju rétt fyrir utan Reykjavík. Þar segjast þeir vilja hjálpa fólki að græða peninga. „Við viljum að allir græði mikla peninga því við viljum að peningarnir séu í réttum höndum.“ Í myndbandinu kemur fram að GEM standi fyrir Global Entrepreneur Movement og í lok má sjá myllumerkið #TheGrindIsReal. Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube en Vísir hefur það undir höndum og má sjá það í spilaranum hér fyrir ofan.Kynna starfsemina hér á landi Í myndbandi sem Luke Shulla birti á Facebook síðu sinni þann 26. júlí síðastliðinn má sjá forsprakka GEM Iceland kynna starfsemina fyrir hópi ungs fólks. Shulla titlar sig sem Forex Trader hjá Wealth Generators, en forex trading eru viðskipti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. „Afi minn er orðinn algjör krypplingur, kominn í alla varahluti sem hann gæti mögulega verið kominn í og hann er enn að vinna,“ segir einn þeirra í myndbandinu. Annar útskýrir svokallað 40/40/40 plan. „Þú vinnur í 40 tíma á viku í 40 ár og lifir á 40 prósent af laununum þínum.“ Þar er verið að vísa í að um 40% af tekjum fólks fari í skatt. Meðallaun á Íslandi árið 2014, sem eru nýjustu aðgengilegu tölurnar, voru 300 þúsund krónur á mánuði, sem þýðir að skattprósenta viðkomandi er 37,13% „Þetta er það sem bíður okkar,“ segir aðal ræðumaðurinn þá.Í besta falli barnalegt „Það eru og verða gjaldeyrishöft hér á landi, þannig að svona starfsemi gæti ekki mögulega farið fram,“ segir hagfræðingur sem Vísir ræddi við. „Nýjar heimildir Seðlabankans eru einmitt sérstaklega hannaðar til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Þetta er því í besta falli barnalegt.“Myndband Luke Shulla er ekki lengur aðgengilegt en hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hópur íslendinga reynir að lokka til sín einstaklinga í einhverskonar gjaldeyrisviðskipti undir nafninu GEM Iceland. Hópurinn er i samstarfi við Wealth Generators, bandarískt fyrirtæki sem býður einstaklingum að velja á milli áskriftarleiða. Áskrifendur eru svo fengnir til að finna fleiri áskrifendur og þannig fara af stað snjóboltaáhrif. Þá lofar Wealth Generators einnig að kenna aðilum á gjaldeyrisviðskipti. Viðskiptablaðið greindi frá málinu í gær og segir allt benda til að um pýramídasvindl sé að ræða. GEM Iceland sendi frá sér kynningarmyndband í gegnum YouTube þar sem sést til hóps á snekkju rétt fyrir utan Reykjavík. Þar segjast þeir vilja hjálpa fólki að græða peninga. „Við viljum að allir græði mikla peninga því við viljum að peningarnir séu í réttum höndum.“ Í myndbandinu kemur fram að GEM standi fyrir Global Entrepreneur Movement og í lok má sjá myllumerkið #TheGrindIsReal. Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube en Vísir hefur það undir höndum og má sjá það í spilaranum hér fyrir ofan.Kynna starfsemina hér á landi Í myndbandi sem Luke Shulla birti á Facebook síðu sinni þann 26. júlí síðastliðinn má sjá forsprakka GEM Iceland kynna starfsemina fyrir hópi ungs fólks. Shulla titlar sig sem Forex Trader hjá Wealth Generators, en forex trading eru viðskipti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. „Afi minn er orðinn algjör krypplingur, kominn í alla varahluti sem hann gæti mögulega verið kominn í og hann er enn að vinna,“ segir einn þeirra í myndbandinu. Annar útskýrir svokallað 40/40/40 plan. „Þú vinnur í 40 tíma á viku í 40 ár og lifir á 40 prósent af laununum þínum.“ Þar er verið að vísa í að um 40% af tekjum fólks fari í skatt. Meðallaun á Íslandi árið 2014, sem eru nýjustu aðgengilegu tölurnar, voru 300 þúsund krónur á mánuði, sem þýðir að skattprósenta viðkomandi er 37,13% „Þetta er það sem bíður okkar,“ segir aðal ræðumaðurinn þá.Í besta falli barnalegt „Það eru og verða gjaldeyrishöft hér á landi, þannig að svona starfsemi gæti ekki mögulega farið fram,“ segir hagfræðingur sem Vísir ræddi við. „Nýjar heimildir Seðlabankans eru einmitt sérstaklega hannaðar til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Þetta er því í besta falli barnalegt.“Myndband Luke Shulla er ekki lengur aðgengilegt en hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira