Íslendingar auglýsa gjaldeyrisbrask sem skjótfenginn gróða til að auðvelda lífið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 14:03 Hópur íslendinga reynir að lokka til sín einstaklinga í einhverskonar gjaldeyrisviðskipti undir nafninu GEM Iceland. Hópurinn er i samstarfi við Wealth Generators, bandarískt fyrirtæki sem býður einstaklingum að velja á milli áskriftarleiða. Áskrifendur eru svo fengnir til að finna fleiri áskrifendur og þannig fara af stað snjóboltaáhrif. Þá lofar Wealth Generators einnig að kenna aðilum á gjaldeyrisviðskipti. Viðskiptablaðið greindi frá málinu í gær og segir allt benda til að um pýramídasvindl sé að ræða. GEM Iceland sendi frá sér kynningarmyndband í gegnum YouTube þar sem sést til hóps á snekkju rétt fyrir utan Reykjavík. Þar segjast þeir vilja hjálpa fólki að græða peninga. „Við viljum að allir græði mikla peninga því við viljum að peningarnir séu í réttum höndum.“ Í myndbandinu kemur fram að GEM standi fyrir Global Entrepreneur Movement og í lok má sjá myllumerkið #TheGrindIsReal. Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube en Vísir hefur það undir höndum og má sjá það í spilaranum hér fyrir ofan.Kynna starfsemina hér á landi Í myndbandi sem Luke Shulla birti á Facebook síðu sinni þann 26. júlí síðastliðinn má sjá forsprakka GEM Iceland kynna starfsemina fyrir hópi ungs fólks. Shulla titlar sig sem Forex Trader hjá Wealth Generators, en forex trading eru viðskipti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. „Afi minn er orðinn algjör krypplingur, kominn í alla varahluti sem hann gæti mögulega verið kominn í og hann er enn að vinna,“ segir einn þeirra í myndbandinu. Annar útskýrir svokallað 40/40/40 plan. „Þú vinnur í 40 tíma á viku í 40 ár og lifir á 40 prósent af laununum þínum.“ Þar er verið að vísa í að um 40% af tekjum fólks fari í skatt. Meðallaun á Íslandi árið 2014, sem eru nýjustu aðgengilegu tölurnar, voru 300 þúsund krónur á mánuði, sem þýðir að skattprósenta viðkomandi er 37,13% „Þetta er það sem bíður okkar,“ segir aðal ræðumaðurinn þá.Í besta falli barnalegt „Það eru og verða gjaldeyrishöft hér á landi, þannig að svona starfsemi gæti ekki mögulega farið fram,“ segir hagfræðingur sem Vísir ræddi við. „Nýjar heimildir Seðlabankans eru einmitt sérstaklega hannaðar til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Þetta er því í besta falli barnalegt.“Myndband Luke Shulla er ekki lengur aðgengilegt en hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Hópur íslendinga reynir að lokka til sín einstaklinga í einhverskonar gjaldeyrisviðskipti undir nafninu GEM Iceland. Hópurinn er i samstarfi við Wealth Generators, bandarískt fyrirtæki sem býður einstaklingum að velja á milli áskriftarleiða. Áskrifendur eru svo fengnir til að finna fleiri áskrifendur og þannig fara af stað snjóboltaáhrif. Þá lofar Wealth Generators einnig að kenna aðilum á gjaldeyrisviðskipti. Viðskiptablaðið greindi frá málinu í gær og segir allt benda til að um pýramídasvindl sé að ræða. GEM Iceland sendi frá sér kynningarmyndband í gegnum YouTube þar sem sést til hóps á snekkju rétt fyrir utan Reykjavík. Þar segjast þeir vilja hjálpa fólki að græða peninga. „Við viljum að allir græði mikla peninga því við viljum að peningarnir séu í réttum höndum.“ Í myndbandinu kemur fram að GEM standi fyrir Global Entrepreneur Movement og í lok má sjá myllumerkið #TheGrindIsReal. Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube en Vísir hefur það undir höndum og má sjá það í spilaranum hér fyrir ofan.Kynna starfsemina hér á landi Í myndbandi sem Luke Shulla birti á Facebook síðu sinni þann 26. júlí síðastliðinn má sjá forsprakka GEM Iceland kynna starfsemina fyrir hópi ungs fólks. Shulla titlar sig sem Forex Trader hjá Wealth Generators, en forex trading eru viðskipti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. „Afi minn er orðinn algjör krypplingur, kominn í alla varahluti sem hann gæti mögulega verið kominn í og hann er enn að vinna,“ segir einn þeirra í myndbandinu. Annar útskýrir svokallað 40/40/40 plan. „Þú vinnur í 40 tíma á viku í 40 ár og lifir á 40 prósent af laununum þínum.“ Þar er verið að vísa í að um 40% af tekjum fólks fari í skatt. Meðallaun á Íslandi árið 2014, sem eru nýjustu aðgengilegu tölurnar, voru 300 þúsund krónur á mánuði, sem þýðir að skattprósenta viðkomandi er 37,13% „Þetta er það sem bíður okkar,“ segir aðal ræðumaðurinn þá.Í besta falli barnalegt „Það eru og verða gjaldeyrishöft hér á landi, þannig að svona starfsemi gæti ekki mögulega farið fram,“ segir hagfræðingur sem Vísir ræddi við. „Nýjar heimildir Seðlabankans eru einmitt sérstaklega hannaðar til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Þetta er því í besta falli barnalegt.“Myndband Luke Shulla er ekki lengur aðgengilegt en hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira