Stjórnir lagi kynjahalla hjá Kauphallarfélögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir Vísir/Valli Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það sé stjórna fyrirtækja að marka stefnu og jafna kynjahlutföll meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja á Íslandi. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina konan sem gegndi stöðu forstjóra félags í Kauphöllinni, lét af störfum sem forstjóri VÍS í gær. Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, tekur við starfinu. „Boltinn er hjá stjórnum fyrirtækjanna. Án þess að vera að tjá mig um einstaka fyrirtæki geta, almennt séð, ekki verið nein vandkvæði að finna hæft fólk af hvoru kyninu sem er í þessar stjórnunarstöður,“ segir Páll. Páll bendir á að átak hafi verið gert til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja, meðal annars með lagasetningu, en atvinnulífið hafi tekið þátt í því af miklum þunga og nú sé stjórna að taka við. „Ég sé í fljótu bragði ekkert sérlega flókið við að leysa þetta mál. Það er ekkert vandamál að ráða hæfar konur. En það þarf líka að skapa umhverfi þar sem bæði kynin og mismunandi karakterar með mismunandi styrkleika geti blómstrað.“ Stjórn félags kvenna í atvinnulífinu gagnrýndi það sem þær kalla núll prósent kynjafjölbreytileika meðal forstjóra Kauphallarfyrirtækja. „FKA vill beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreyttan stjórnendahóp,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri konur í skráðum félögum á markaði á Íslandi. En staðan er auðvitað þessi að við skoðum einstaklinga og ráðum þann sem við teljum hæfastan í það verkefni,“ segir Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS. Afkoma VÍS hefur valdið vonbrigðum að undanförnu. Herdís segir það ekki einu ástæðuna fyrir mannabreytingunni. Stjórn fyrirtækisins hafa talið þetta góðan tímapunkt til að skipta um forstjóra og mikill fengur sé að því að fá Jakob í starfið.Hildur Petersen, fyrverandi forstjóri Hans PetersenLöturhæg þróun í átt að jafnréttiHildur Petersen, fyrrverandi forstjóri Hans Petersen, varð fyrsta konan til að gegna starfi forstjóra félags sem skráð var í Kauphöll Íslands. Hildur, sem nú er framkvæmdastjóri Hundahólma, segir erfitt að henda reiður á hvers vegna svo fáar konur komist í forstjórastól fyrirtækja á Íslandi. „Konur eru með menntunina en það er einhvern veginn eitthvert glerþak sem stöðvar þær,“ segir Hildur. Þó kveður Hildur átak Félags kvenna í atvinnulífinu til að auka hlut kvenna meðal stjórnenda í atvinnulífinu hafa skilað einhverjum árangri. „Þetta hefur allt mjakast upp á við en auðvitað afskaplega löturhægt,“ segir Hildur Petersen.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það sé stjórna fyrirtækja að marka stefnu og jafna kynjahlutföll meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja á Íslandi. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina konan sem gegndi stöðu forstjóra félags í Kauphöllinni, lét af störfum sem forstjóri VÍS í gær. Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, tekur við starfinu. „Boltinn er hjá stjórnum fyrirtækjanna. Án þess að vera að tjá mig um einstaka fyrirtæki geta, almennt séð, ekki verið nein vandkvæði að finna hæft fólk af hvoru kyninu sem er í þessar stjórnunarstöður,“ segir Páll. Páll bendir á að átak hafi verið gert til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja, meðal annars með lagasetningu, en atvinnulífið hafi tekið þátt í því af miklum þunga og nú sé stjórna að taka við. „Ég sé í fljótu bragði ekkert sérlega flókið við að leysa þetta mál. Það er ekkert vandamál að ráða hæfar konur. En það þarf líka að skapa umhverfi þar sem bæði kynin og mismunandi karakterar með mismunandi styrkleika geti blómstrað.“ Stjórn félags kvenna í atvinnulífinu gagnrýndi það sem þær kalla núll prósent kynjafjölbreytileika meðal forstjóra Kauphallarfyrirtækja. „FKA vill beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreyttan stjórnendahóp,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri konur í skráðum félögum á markaði á Íslandi. En staðan er auðvitað þessi að við skoðum einstaklinga og ráðum þann sem við teljum hæfastan í það verkefni,“ segir Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS. Afkoma VÍS hefur valdið vonbrigðum að undanförnu. Herdís segir það ekki einu ástæðuna fyrir mannabreytingunni. Stjórn fyrirtækisins hafa talið þetta góðan tímapunkt til að skipta um forstjóra og mikill fengur sé að því að fá Jakob í starfið.Hildur Petersen, fyrverandi forstjóri Hans PetersenLöturhæg þróun í átt að jafnréttiHildur Petersen, fyrrverandi forstjóri Hans Petersen, varð fyrsta konan til að gegna starfi forstjóra félags sem skráð var í Kauphöll Íslands. Hildur, sem nú er framkvæmdastjóri Hundahólma, segir erfitt að henda reiður á hvers vegna svo fáar konur komist í forstjórastól fyrirtækja á Íslandi. „Konur eru með menntunina en það er einhvern veginn eitthvert glerþak sem stöðvar þær,“ segir Hildur. Þó kveður Hildur átak Félags kvenna í atvinnulífinu til að auka hlut kvenna meðal stjórnenda í atvinnulífinu hafa skilað einhverjum árangri. „Þetta hefur allt mjakast upp á við en auðvitað afskaplega löturhægt,“ segir Hildur Petersen.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira