Stjórnir lagi kynjahalla hjá Kauphallarfélögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir Vísir/Valli Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það sé stjórna fyrirtækja að marka stefnu og jafna kynjahlutföll meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja á Íslandi. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina konan sem gegndi stöðu forstjóra félags í Kauphöllinni, lét af störfum sem forstjóri VÍS í gær. Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, tekur við starfinu. „Boltinn er hjá stjórnum fyrirtækjanna. Án þess að vera að tjá mig um einstaka fyrirtæki geta, almennt séð, ekki verið nein vandkvæði að finna hæft fólk af hvoru kyninu sem er í þessar stjórnunarstöður,“ segir Páll. Páll bendir á að átak hafi verið gert til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja, meðal annars með lagasetningu, en atvinnulífið hafi tekið þátt í því af miklum þunga og nú sé stjórna að taka við. „Ég sé í fljótu bragði ekkert sérlega flókið við að leysa þetta mál. Það er ekkert vandamál að ráða hæfar konur. En það þarf líka að skapa umhverfi þar sem bæði kynin og mismunandi karakterar með mismunandi styrkleika geti blómstrað.“ Stjórn félags kvenna í atvinnulífinu gagnrýndi það sem þær kalla núll prósent kynjafjölbreytileika meðal forstjóra Kauphallarfyrirtækja. „FKA vill beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreyttan stjórnendahóp,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri konur í skráðum félögum á markaði á Íslandi. En staðan er auðvitað þessi að við skoðum einstaklinga og ráðum þann sem við teljum hæfastan í það verkefni,“ segir Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS. Afkoma VÍS hefur valdið vonbrigðum að undanförnu. Herdís segir það ekki einu ástæðuna fyrir mannabreytingunni. Stjórn fyrirtækisins hafa talið þetta góðan tímapunkt til að skipta um forstjóra og mikill fengur sé að því að fá Jakob í starfið.Hildur Petersen, fyrverandi forstjóri Hans PetersenLöturhæg þróun í átt að jafnréttiHildur Petersen, fyrrverandi forstjóri Hans Petersen, varð fyrsta konan til að gegna starfi forstjóra félags sem skráð var í Kauphöll Íslands. Hildur, sem nú er framkvæmdastjóri Hundahólma, segir erfitt að henda reiður á hvers vegna svo fáar konur komist í forstjórastól fyrirtækja á Íslandi. „Konur eru með menntunina en það er einhvern veginn eitthvert glerþak sem stöðvar þær,“ segir Hildur. Þó kveður Hildur átak Félags kvenna í atvinnulífinu til að auka hlut kvenna meðal stjórnenda í atvinnulífinu hafa skilað einhverjum árangri. „Þetta hefur allt mjakast upp á við en auðvitað afskaplega löturhægt,“ segir Hildur Petersen.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það sé stjórna fyrirtækja að marka stefnu og jafna kynjahlutföll meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja á Íslandi. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina konan sem gegndi stöðu forstjóra félags í Kauphöllinni, lét af störfum sem forstjóri VÍS í gær. Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, tekur við starfinu. „Boltinn er hjá stjórnum fyrirtækjanna. Án þess að vera að tjá mig um einstaka fyrirtæki geta, almennt séð, ekki verið nein vandkvæði að finna hæft fólk af hvoru kyninu sem er í þessar stjórnunarstöður,“ segir Páll. Páll bendir á að átak hafi verið gert til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja, meðal annars með lagasetningu, en atvinnulífið hafi tekið þátt í því af miklum þunga og nú sé stjórna að taka við. „Ég sé í fljótu bragði ekkert sérlega flókið við að leysa þetta mál. Það er ekkert vandamál að ráða hæfar konur. En það þarf líka að skapa umhverfi þar sem bæði kynin og mismunandi karakterar með mismunandi styrkleika geti blómstrað.“ Stjórn félags kvenna í atvinnulífinu gagnrýndi það sem þær kalla núll prósent kynjafjölbreytileika meðal forstjóra Kauphallarfyrirtækja. „FKA vill beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreyttan stjórnendahóp,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri konur í skráðum félögum á markaði á Íslandi. En staðan er auðvitað þessi að við skoðum einstaklinga og ráðum þann sem við teljum hæfastan í það verkefni,“ segir Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS. Afkoma VÍS hefur valdið vonbrigðum að undanförnu. Herdís segir það ekki einu ástæðuna fyrir mannabreytingunni. Stjórn fyrirtækisins hafa talið þetta góðan tímapunkt til að skipta um forstjóra og mikill fengur sé að því að fá Jakob í starfið.Hildur Petersen, fyrverandi forstjóri Hans PetersenLöturhæg þróun í átt að jafnréttiHildur Petersen, fyrrverandi forstjóri Hans Petersen, varð fyrsta konan til að gegna starfi forstjóra félags sem skráð var í Kauphöll Íslands. Hildur, sem nú er framkvæmdastjóri Hundahólma, segir erfitt að henda reiður á hvers vegna svo fáar konur komist í forstjórastól fyrirtækja á Íslandi. „Konur eru með menntunina en það er einhvern veginn eitthvert glerþak sem stöðvar þær,“ segir Hildur. Þó kveður Hildur átak Félags kvenna í atvinnulífinu til að auka hlut kvenna meðal stjórnenda í atvinnulífinu hafa skilað einhverjum árangri. „Þetta hefur allt mjakast upp á við en auðvitað afskaplega löturhægt,“ segir Hildur Petersen.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira