Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira