Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila. Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila.
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira