Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira