Brotthvarf að verða frá Starbucks-menningu Ingvar Haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Kristbjörg segir tækifæri fólgin í að auka sérstöðu Kaffitárs. Vísir/Hanna „Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða. Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða.
Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira