Bankarnir fagna lækkun stýrivaxta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 13:18 Hrafn Steinarsson og Ingólfur Bender Vísir Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira