Bankarnir fagna lækkun stýrivaxta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 13:18 Hrafn Steinarsson og Ingólfur Bender Vísir Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent