Bankarnir fagna lækkun stýrivaxta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 13:18 Hrafn Steinarsson og Ingólfur Bender Vísir Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira