Viðskipti innlent

Nýr iPhone kynntur 7. september

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, mun líklega kynna iPhone 7.
Tim Cook, forstjóri Apple, mun líklega kynna iPhone 7. Vísir/Getty
Tæknifyrirtækið Apple mun halda sína árlegu vélbúnaðarkynningu á miðvikudaginn 7. september. Fyrirtækið hefur sent út boðskort til fjölmiðla. Forsvarsmenn Apple munu líklega kynna nýjan snjallsíma, iPhone 7, á viðburðinum, í takt við áratuga hefð.

Eins og Vísir greindi frá hefur Apple átt í erfiðleikum með iPhone sölu sína á árinu. Í fyrsta sinn frá því að fyrsti iPhone síminn var kynntur fyrir níu árum síðan dróst sala saman milli ára í byrjun árs 2016, þetta gerðist svo aftur á næsta ársfjórðungi. 

Talið er að viðskiptavinir Apple hafi ekki mikla þörf fyrir að uppfæra síma sína árlega og því hefur verið mikil pressa á forsvarsmenn fyrirtækisins að kynna spennandi nýjungar. Margir orðrómar eru um nýjan iPhone síma, meðal annars að einungis verði hægt að nota þráðlaus heyrnartól með honum og að hann verði jafnvel vatnsheldur að hluta.

Líkur eru á að ný útgáfa af snjallúri fyrirtækisins, Apple Watch, verði einnig kynnt á viðburðinum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×