Besti nýliðinn í Formula Student en samt verðlaunalaus heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. ágúst 2016 23:51 Hópurinn úti á Silverstone. mynd/team sleipnir „Þetta var okkar fyrsti bíll og fyrsta hönnun. Hugmyndin kom alfarið frá nemendum,“ segir Óskar Kúld í samtali við Vísi. Óskar er liðstjóri Team Sleipnis en svo kallast Formula Student lið Háskólans í Reykjavík. Liðið lauk keppni í ár að vissu leyti sem besti nýliðinn í ár þó það sé örlítið umdeilt.Óskar Kúldmynd/team sleipnirFormula Student er árleg keppni þar sem nemendur háskóla hvaðanæva úr veröldinni keppa um að smíða bíl. Í ár tóku þátt 130 lið frá rúmlega þrjátíu löndum. Þar af voru tvö íslensk lið, annað frá Háskóla Íslands en hitt frá Háskólanum í Reykjavík. Síðarnefndi skólinn var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti. „Hugmyndin kom upp í vísindaferð þar sem ég var ásamt félaga mínum, Jevgenij, sem hafði tekið þátt áður þegar hann var í skiptinámi í Sydney. Okkur datt fyrst í hug að nýta aðstöðuna í skólanum til að smíða „buggy-bíl“ en ákváðum síðan að taka þátt í Formula Student,“ segir Óskar.Uppnefndur Frankenstein Í Formula Student er bæði keppt í flokki rafmagnsbíla og bensínbíla sem síðan raðast niður í enn fleiri flokka. Team Sleipnir ákvað að taka þátt í bensínflokknum að þessu sinni. „Rafmangsbílarnir eru miklu mun flóknari og öryggiskröfurnar meiri. Þær hafa til að mynda plagað Team Spark [lið Háskóla Íslands] og þau aldrei fengið að aka sínum bíl vegna þess.“ Þess má þó geta að Team Spark keppti í tveimur keppnum í sumar og fengu þau að aka bílnum í keppni á Ítalíu. Í upphafi skráðu fjörutíu sig í Team Sleipni en örlítið kvarnaðist úr hópnum þegar smíðin hófst. Alls voru 25 sem eftir stóðu og fjórtán fóru út með bílnum til Bretlands og kepptu á Silverstone-brautinni. Bíllinn sjálfur hafði ekki nafn en fékk nafn þegar út var komið. „Fólk á staðnum byrjaði að kalla bílinn Frankenstein,“ segir Óskar og hlær. Hann segir að nafngiftin sé tilkomin sökum þess að hann var smíðaður úr hlutum úr ýmsum áttum. Í bílnum mátti til að mynda finna dempara úr Polaris fjórhjóli, gorma úr gömlum bíl og mismunadrifið er úr gömlum BMW. Mótorinn var eins strokks 500 kúbika fjórhjólsmótor sem var upphaflega 45 hestöfl. Hópurinn smíðaði nýja vélatölvu fyrir hann, græjaði túrbínu og gerði hann etanóldrifinn. Þá skilaði hann frá sér rúmum sjötíu hestöflum. Skelin var úr glertrefjum. Splitti batt enda á þátttökuna „Við smíðuðum alla hluti í skólanum fyrir utan einhverja tvo hluta sem við fengum að fræsa annars staðar þar sem fræsarinn okkar var með smá vesen. Hönnunin var að öðru leiti miðuð út frá því að reyna að endurnýta sem mest,“ segir Óskar. Keppninn skiptist niður í tvo hluta. Sá fyrri snýr að hönnuninni og viðskiptamódelinu í kringum bílinn en sá síðari um akstur hans. Enginn bíll fær að taka þátt í aksturshlutanum ef hann stenst ekki öryggispróf. „Frankenstein“ fékk að aka en náði ekki að ljúka keppni eftir að splitti datt úr bílnum. Allt í allt endaði liðið í 74. sæti. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir þann nýliða sem stendur sig best ár hvert. Í ár var Team Sleipnir sá nýliði sem komst lengst í keppninni og stóð sig einna best en þrátt fyrir það fór liðið ekki heim með verðlaunin. „Mér sýnist á öllu að við höfum fengið fleiri stig heldur en liðið sem vann verðlaunin,“ segir Óskar. „Við sendum póst út og spurðum út í þetta og fengum svar um að þrátt fyrir stigagjöfina væri skilið eftir smá pláss fyrir einhverskonar huglægt mat dómara. Það var pínu svekkelsi.“ Liðið stefnir á að mæta aftur að ári og gera þá betur en núna. „Undirbúningur að smíði næsta bíls er byrjaður,“ segir Óskar að lokum.Hér að neðan má sjá myndir frá keppninni auk fleiri mynda frá smíði bílsins.Frankenstein á fullri ferð.mynd/team sleipnir Tengdar fréttir Íslenskir verkfræðinemar aka nýjum kappaksturbíl á Silverstone-kappaksturbrautinni í Englandi "Við ákváðum að að nýta okkur þekkinguna frá því í fyrra og byggðum rosalega mikið ofan á það sem var gert vel og löguðum það sem mátti laga,“ sagði Sigríður Borghildur Jónsdóttir, verkfræðinemi. 20. júní 2016 00:41 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Þetta var okkar fyrsti bíll og fyrsta hönnun. Hugmyndin kom alfarið frá nemendum,“ segir Óskar Kúld í samtali við Vísi. Óskar er liðstjóri Team Sleipnis en svo kallast Formula Student lið Háskólans í Reykjavík. Liðið lauk keppni í ár að vissu leyti sem besti nýliðinn í ár þó það sé örlítið umdeilt.Óskar Kúldmynd/team sleipnirFormula Student er árleg keppni þar sem nemendur háskóla hvaðanæva úr veröldinni keppa um að smíða bíl. Í ár tóku þátt 130 lið frá rúmlega þrjátíu löndum. Þar af voru tvö íslensk lið, annað frá Háskóla Íslands en hitt frá Háskólanum í Reykjavík. Síðarnefndi skólinn var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti. „Hugmyndin kom upp í vísindaferð þar sem ég var ásamt félaga mínum, Jevgenij, sem hafði tekið þátt áður þegar hann var í skiptinámi í Sydney. Okkur datt fyrst í hug að nýta aðstöðuna í skólanum til að smíða „buggy-bíl“ en ákváðum síðan að taka þátt í Formula Student,“ segir Óskar.Uppnefndur Frankenstein Í Formula Student er bæði keppt í flokki rafmagnsbíla og bensínbíla sem síðan raðast niður í enn fleiri flokka. Team Sleipnir ákvað að taka þátt í bensínflokknum að þessu sinni. „Rafmangsbílarnir eru miklu mun flóknari og öryggiskröfurnar meiri. Þær hafa til að mynda plagað Team Spark [lið Háskóla Íslands] og þau aldrei fengið að aka sínum bíl vegna þess.“ Þess má þó geta að Team Spark keppti í tveimur keppnum í sumar og fengu þau að aka bílnum í keppni á Ítalíu. Í upphafi skráðu fjörutíu sig í Team Sleipni en örlítið kvarnaðist úr hópnum þegar smíðin hófst. Alls voru 25 sem eftir stóðu og fjórtán fóru út með bílnum til Bretlands og kepptu á Silverstone-brautinni. Bíllinn sjálfur hafði ekki nafn en fékk nafn þegar út var komið. „Fólk á staðnum byrjaði að kalla bílinn Frankenstein,“ segir Óskar og hlær. Hann segir að nafngiftin sé tilkomin sökum þess að hann var smíðaður úr hlutum úr ýmsum áttum. Í bílnum mátti til að mynda finna dempara úr Polaris fjórhjóli, gorma úr gömlum bíl og mismunadrifið er úr gömlum BMW. Mótorinn var eins strokks 500 kúbika fjórhjólsmótor sem var upphaflega 45 hestöfl. Hópurinn smíðaði nýja vélatölvu fyrir hann, græjaði túrbínu og gerði hann etanóldrifinn. Þá skilaði hann frá sér rúmum sjötíu hestöflum. Skelin var úr glertrefjum. Splitti batt enda á þátttökuna „Við smíðuðum alla hluti í skólanum fyrir utan einhverja tvo hluta sem við fengum að fræsa annars staðar þar sem fræsarinn okkar var með smá vesen. Hönnunin var að öðru leiti miðuð út frá því að reyna að endurnýta sem mest,“ segir Óskar. Keppninn skiptist niður í tvo hluta. Sá fyrri snýr að hönnuninni og viðskiptamódelinu í kringum bílinn en sá síðari um akstur hans. Enginn bíll fær að taka þátt í aksturshlutanum ef hann stenst ekki öryggispróf. „Frankenstein“ fékk að aka en náði ekki að ljúka keppni eftir að splitti datt úr bílnum. Allt í allt endaði liðið í 74. sæti. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir þann nýliða sem stendur sig best ár hvert. Í ár var Team Sleipnir sá nýliði sem komst lengst í keppninni og stóð sig einna best en þrátt fyrir það fór liðið ekki heim með verðlaunin. „Mér sýnist á öllu að við höfum fengið fleiri stig heldur en liðið sem vann verðlaunin,“ segir Óskar. „Við sendum póst út og spurðum út í þetta og fengum svar um að þrátt fyrir stigagjöfina væri skilið eftir smá pláss fyrir einhverskonar huglægt mat dómara. Það var pínu svekkelsi.“ Liðið stefnir á að mæta aftur að ári og gera þá betur en núna. „Undirbúningur að smíði næsta bíls er byrjaður,“ segir Óskar að lokum.Hér að neðan má sjá myndir frá keppninni auk fleiri mynda frá smíði bílsins.Frankenstein á fullri ferð.mynd/team sleipnir
Tengdar fréttir Íslenskir verkfræðinemar aka nýjum kappaksturbíl á Silverstone-kappaksturbrautinni í Englandi "Við ákváðum að að nýta okkur þekkinguna frá því í fyrra og byggðum rosalega mikið ofan á það sem var gert vel og löguðum það sem mátti laga,“ sagði Sigríður Borghildur Jónsdóttir, verkfræðinemi. 20. júní 2016 00:41 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íslenskir verkfræðinemar aka nýjum kappaksturbíl á Silverstone-kappaksturbrautinni í Englandi "Við ákváðum að að nýta okkur þekkinguna frá því í fyrra og byggðum rosalega mikið ofan á það sem var gert vel og löguðum það sem mátti laga,“ sagði Sigríður Borghildur Jónsdóttir, verkfræðinemi. 20. júní 2016 00:41