Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2016 15:56 Ari Edwald forstjóri MS. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30