Viðskipti innlent

Sunddrottning verður markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir vísir/stefán
Sunddrottningin og leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri en hún mun hafa aðsetur í Sjávarklasanum í Reykjavík. Ragnheiður er ef til vill þekktust fyrir afrek sín í lauginni en hún keppti í sundi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum árin 2004 og 2008. Þá hefur hún síðustu ár notið vinsælda sem bloggari og er hún mjög virk á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Greint er frá ráðningu Ragnheiðar á vefnum BB.is en þar kemur fram að undanfarin ár hafi hún unnið við sölu- og markaðsstörf hjá M-Design og Nóbel Námsbúðum. Síðustu misseri hefur hún verið búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að læra leiklist og starfað sem leikkona þar í borg en hún flutti til Íslands fyrir skömmu og hefur störf hjá Fisherman í ágúst.

Í frétt BB.is kemur fram að ferðaþjónustufyrirtækið Fisherman á Suðureyri hafi „það hlutverk að það hlutverk að aðstoða gesti við að upplifa lítið vistvænt sjávarþorp á Íslandi með gistingu, veitingasölu og upplifunarferðum sem byggja á skemmtilegum og fræðandi fiskisögum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×