Um 45 stiga hiti inni í salnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Íslensku stelpurnar ásamt þjálfurum á góðri stund. mynd/sigríður inga viggósdóttir Stelpurnar í U-18 ára landsliði Íslands enduðu í 4. sæti B-deildar Evrópumótsins í körfubolta sem lauk í fyrradag. Íslenska liðið mætti því gríska í undanúrslitum á laugardaginn og var hársbreidd frá því að vinna og tryggja sér þar með sæti í A-deild. Staðan var jöfn, 58-58, þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka en íslensku stelpurnar fóru illa að ráði sínu á lokasekúndunum og þurftu að sætta sig við tap, 65-61. Á sunnudaginn tapaði íslenska liðið svo fyrir heimaliði Bosníu, 82-67, en sigur þar hefði einnig tryggt liðinu sæti í A-deild.Sylvía Rún var valin í úrvalslið mótsins.mynd/sigríður inga viggósdóttir„Þetta er besti árangur sem yngra landslið kvennamegin hefur náð og árangurinn var framar okkar vonum. Liðið var frábært á mótinu,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur á flugvellinum í Sarajevo. „Stelpurnar fengu mikla reynslu og þær fengu mikið hrós. Það var lífsgleði og stemning í kringum liðið,“ sagði Ingi sem var ósáttur við aðstæður í leikjunum um helgina en það var gríðarlega heitt inni í höllinni sem spilað var í. „Það var eins og maður væri að stíga upp úr sundlaug, það lak af manni svitinn. Ég hugsa að það hafi verið 45 stiga hiti inni í salnum,“ sagði Ingi og bætti því við að tankurinn hafi einfaldlega verið tómur hjá íslenska liðinu í síðasta leiknum gegn Bosníu. Þess má svo geta að Sylvía Rún Hálfdanardóttir var valin í fimm manna úrvalslið mótsins. Sylvía spilaði fantavel á EM og var með 16,7 stig, 10,7 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í leik. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Stelpurnar í U-18 ára landsliði Íslands enduðu í 4. sæti B-deildar Evrópumótsins í körfubolta sem lauk í fyrradag. Íslenska liðið mætti því gríska í undanúrslitum á laugardaginn og var hársbreidd frá því að vinna og tryggja sér þar með sæti í A-deild. Staðan var jöfn, 58-58, þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka en íslensku stelpurnar fóru illa að ráði sínu á lokasekúndunum og þurftu að sætta sig við tap, 65-61. Á sunnudaginn tapaði íslenska liðið svo fyrir heimaliði Bosníu, 82-67, en sigur þar hefði einnig tryggt liðinu sæti í A-deild.Sylvía Rún var valin í úrvalslið mótsins.mynd/sigríður inga viggósdóttir„Þetta er besti árangur sem yngra landslið kvennamegin hefur náð og árangurinn var framar okkar vonum. Liðið var frábært á mótinu,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur á flugvellinum í Sarajevo. „Stelpurnar fengu mikla reynslu og þær fengu mikið hrós. Það var lífsgleði og stemning í kringum liðið,“ sagði Ingi sem var ósáttur við aðstæður í leikjunum um helgina en það var gríðarlega heitt inni í höllinni sem spilað var í. „Það var eins og maður væri að stíga upp úr sundlaug, það lak af manni svitinn. Ég hugsa að það hafi verið 45 stiga hiti inni í salnum,“ sagði Ingi og bætti því við að tankurinn hafi einfaldlega verið tómur hjá íslenska liðinu í síðasta leiknum gegn Bosníu. Þess má svo geta að Sylvía Rún Hálfdanardóttir var valin í fimm manna úrvalslið mótsins. Sylvía spilaði fantavel á EM og var með 16,7 stig, 10,7 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í leik.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn