Virði stærstu banka lækkað um helming Sæunn Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira