Sextíu prósent kvótans seld burt úr Þorlákshöfn á einu ári Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Fyrirvarar sem sveitarfélög hafa í lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð eru bara til málamynda, segir bæjarstjórn Ölfuss. Vísir/Rósa „Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira