Hægt að panta flug í gegnum Facebook spjall Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 14:55 Icelandair er á fljúgandi ferð inn í snjallsímaöldina. Mynd/Vísir Nýjung hjá Icelandair gerir ferðalöngum kleyft að panta sér flug í gegnum Facebook skilaboð. Sjálfvirkt forrit tekur við pöntunum. Fyrst um sinn verður þjónustan eingöngu á ensku. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að hefja samtal við Facebook síðu Icelandair og skrifa „Book a flight“ [bóka flug] eða „book a stopover“ [bóka millilendingu]. Forritið spyr notendur spurninga um brottfararstað, komustað, dagsetningar og annað sem við kemur pöntun. Þegar allar nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir eru notendur sendir á heimasíðu Icelandair þar sem ekkert er eftir nema að borga ferðina. Eftir að flug hefur pantað er áfram hægt að nota forritið, ýmist til að nálgast upplýsingar um Ísland eða um flugáætlanir sínar. „Icelandair vill eiga samskipti við viðskiptavini sína á öllum stigum ferða sinna,“ segir Michael Raucheisen, yfirmaður markaðsmála Icelandair í Bandaríkjunum, í samtali við Condé Nast Traveler. „Facebook skilaboð eru auðveld samskiptaleið við hinn samfélagsmiðlavædda heim. Fólk getur einnig deilt og miðlað ferðum sínum með fjölskyldu og vinum í rauntíma og þannig er allt ferlið auðveldað.“Framtíðin í Facebook spjalli Icelandair er ekki fyrsta flugfélagið sem nýtir sér Facebook skilaboð, en Hollenska flugfélagið KLM opnaði í fyrra þjónustu við viðskiptavini í gegnum miðilinn sem opin er allan sólarhringinn. Frá mars á þessu ári hafa viðskiptavinir þeirra einnig getað innritað sig og fengið brottfararspjöld í gegnum Facebook spjall. „Við viljum vera þar sem viðskiptavinir okkar velja að vera,“ sagði Tjalling Smit frá KLM, aðspurður hvers vegna þeir búa ekki til sitt eigið smáforrit fyrir síma. Flugfélög eru ekki einu fyrirtækin sem sjá tækifærin í Facebook spjallinu, en smáforritið SnapTravel, sem gerir fólki kleyft að panta hótel, notast einnig við Facebook skilaboð. Þar er hægt að skrifa eitthvað í líkingu við „Hversu mikið kostar hótelsvíta í Miami um helgina?“ og forritið leitast við að finna ódýrasta tilboðið. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nýjung hjá Icelandair gerir ferðalöngum kleyft að panta sér flug í gegnum Facebook skilaboð. Sjálfvirkt forrit tekur við pöntunum. Fyrst um sinn verður þjónustan eingöngu á ensku. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að hefja samtal við Facebook síðu Icelandair og skrifa „Book a flight“ [bóka flug] eða „book a stopover“ [bóka millilendingu]. Forritið spyr notendur spurninga um brottfararstað, komustað, dagsetningar og annað sem við kemur pöntun. Þegar allar nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir eru notendur sendir á heimasíðu Icelandair þar sem ekkert er eftir nema að borga ferðina. Eftir að flug hefur pantað er áfram hægt að nota forritið, ýmist til að nálgast upplýsingar um Ísland eða um flugáætlanir sínar. „Icelandair vill eiga samskipti við viðskiptavini sína á öllum stigum ferða sinna,“ segir Michael Raucheisen, yfirmaður markaðsmála Icelandair í Bandaríkjunum, í samtali við Condé Nast Traveler. „Facebook skilaboð eru auðveld samskiptaleið við hinn samfélagsmiðlavædda heim. Fólk getur einnig deilt og miðlað ferðum sínum með fjölskyldu og vinum í rauntíma og þannig er allt ferlið auðveldað.“Framtíðin í Facebook spjalli Icelandair er ekki fyrsta flugfélagið sem nýtir sér Facebook skilaboð, en Hollenska flugfélagið KLM opnaði í fyrra þjónustu við viðskiptavini í gegnum miðilinn sem opin er allan sólarhringinn. Frá mars á þessu ári hafa viðskiptavinir þeirra einnig getað innritað sig og fengið brottfararspjöld í gegnum Facebook spjall. „Við viljum vera þar sem viðskiptavinir okkar velja að vera,“ sagði Tjalling Smit frá KLM, aðspurður hvers vegna þeir búa ekki til sitt eigið smáforrit fyrir síma. Flugfélög eru ekki einu fyrirtækin sem sjá tækifærin í Facebook spjallinu, en smáforritið SnapTravel, sem gerir fólki kleyft að panta hótel, notast einnig við Facebook skilaboð. Þar er hægt að skrifa eitthvað í líkingu við „Hversu mikið kostar hótelsvíta í Miami um helgina?“ og forritið leitast við að finna ódýrasta tilboðið.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira