Framkvæmdastjóri Hafnarness: Salan framkvæmd til að halda rekstri áfram Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2016 20:57 Ólafur segir það lágmark að menn kynni sér málavexti áður en þeir tjá sig um málið. Vísir „Það er sárt að sjá hvernig sumir vilja mála ljóta mynd af [sölunni] og setja [hana] í afskræmdan búning. Líkt og ég hef komið hér inn á þá voru þetta erfið spor að taka og okkur var hugsað til starfsfólksins og samfélagsins,“ skrifar Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf., í aðsendri grein á Hafnarfréttum.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Undir lok síðasta mánaðar bárust fregnir af því að HB Grandi hefði keypt aflahlutdeildir fyrirtækisins, sem staðsett er í Þorlákshöfn, í bolfiski. Þar ræðir um tæplega 1.600 þorskígildistonn sem fyrirtækið hyggst flytja til Vopnafjarðar til að tryggja bolfisksvinnslu þar. Salan átti sér stað vegna skuldar Hafnarness við viðskiptabanka sinn. Sú skuld var tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum árið 2006. „Salan nú var framkvæmd til að eiga kost á að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Þetta voru gífurlega þung og sár spor fyrir okkur, enda hafa aðstandendur félagsins stundað útgerð í 40 ár,“ skrifar Ólafur. Í kjölfar brotthvarfs kvótans úr byggðarlaginu sendi bæjarstjórn Ölfuss meðal annars frá sér ályktun auk þess að bæjarstjórinn Gunnsteinn Ómarsson sagði sína skoðun á kaupunum. Að mati Ólafs er framganga bæjarstjórnar ósvífin og dónaskapur gagnvart fyrirtækinu. Að hans mati ættu bæjarstjórnarmenn að einbeita séra ð því að styðja við atvinnurekstur í bænum og þá ekki síst þegar fyrirtæki eru að reyna að vinna sig úr erfiðri stöðu. „Að láta í veðri vaka að þetta hafi verið auðveld ákvörðun hjá okkur er í besta falli ósmekklegt. Fyrirtækið og aðstandendur þess bera sterkar taugar til sinnar heimasveitar og hafa reynt að láta gott af sér leiða. Síðustu misseri hafa verið mjög erfið og ákvörðunin um söluna var ekki tekin af léttúð, heldur illri nauðsyn. Þetta var nauðsynlegt skref til þess að geta haldið áfram rekstri til langframa og halda sem flestum í vinnu til lengri tíma litið,“ ritar Ólafur. Þá þykir honum einnig ómaklega vegið að fyrirtækinu með þeirri fullyrðingu sveitarstjórnarmanna að þeir hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum. Þeim hefði verið í lófa lagið að heyra í aðstandendum Hafnarness eða að kíkja í heimsókn í fyrirtækið. „Það þykir mér ekki til eftirbreytni, lágmark er að menn hafi reynt að kynna sér málin áður en þeir fara að tjá sig um þau í fjölmiðlum,“ segir í greininni. Hana má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43 Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Það er sárt að sjá hvernig sumir vilja mála ljóta mynd af [sölunni] og setja [hana] í afskræmdan búning. Líkt og ég hef komið hér inn á þá voru þetta erfið spor að taka og okkur var hugsað til starfsfólksins og samfélagsins,“ skrifar Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf., í aðsendri grein á Hafnarfréttum.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Undir lok síðasta mánaðar bárust fregnir af því að HB Grandi hefði keypt aflahlutdeildir fyrirtækisins, sem staðsett er í Þorlákshöfn, í bolfiski. Þar ræðir um tæplega 1.600 þorskígildistonn sem fyrirtækið hyggst flytja til Vopnafjarðar til að tryggja bolfisksvinnslu þar. Salan átti sér stað vegna skuldar Hafnarness við viðskiptabanka sinn. Sú skuld var tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum árið 2006. „Salan nú var framkvæmd til að eiga kost á að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Þetta voru gífurlega þung og sár spor fyrir okkur, enda hafa aðstandendur félagsins stundað útgerð í 40 ár,“ skrifar Ólafur. Í kjölfar brotthvarfs kvótans úr byggðarlaginu sendi bæjarstjórn Ölfuss meðal annars frá sér ályktun auk þess að bæjarstjórinn Gunnsteinn Ómarsson sagði sína skoðun á kaupunum. Að mati Ólafs er framganga bæjarstjórnar ósvífin og dónaskapur gagnvart fyrirtækinu. Að hans mati ættu bæjarstjórnarmenn að einbeita séra ð því að styðja við atvinnurekstur í bænum og þá ekki síst þegar fyrirtæki eru að reyna að vinna sig úr erfiðri stöðu. „Að láta í veðri vaka að þetta hafi verið auðveld ákvörðun hjá okkur er í besta falli ósmekklegt. Fyrirtækið og aðstandendur þess bera sterkar taugar til sinnar heimasveitar og hafa reynt að láta gott af sér leiða. Síðustu misseri hafa verið mjög erfið og ákvörðunin um söluna var ekki tekin af léttúð, heldur illri nauðsyn. Þetta var nauðsynlegt skref til þess að geta haldið áfram rekstri til langframa og halda sem flestum í vinnu til lengri tíma litið,“ ritar Ólafur. Þá þykir honum einnig ómaklega vegið að fyrirtækinu með þeirri fullyrðingu sveitarstjórnarmanna að þeir hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum. Þeim hefði verið í lófa lagið að heyra í aðstandendum Hafnarness eða að kíkja í heimsókn í fyrirtækið. „Það þykir mér ekki til eftirbreytni, lágmark er að menn hafi reynt að kynna sér málin áður en þeir fara að tjá sig um þau í fjölmiðlum,“ segir í greininni. Hana má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43 Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09
Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43
Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59