Evran ekki verið ódýrari síðan 2008 Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2016 08:45 Stór hluti utanríkisviðskipta Íslendinga er við ríki sem nota evru sem gjaldmiðil. NordicPhotos/Getty Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn. Brexit Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn.
Brexit Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira