Hagnaður á Wall Street dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 20. júlí 2016 10:00 Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Vísir/Getty Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna. Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna.
Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15
Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02