Breytingar á sýningum frá ensku úrvalsdeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júlí 2016 14:27 Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar