Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 22. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59