Verðhækkun verslana 10-11 fordæmalaus Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2016 07:00 Verslanir 10-11 sem hafa hækkað verð á kvöldin og um helgar eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Vísir/Vilhelm Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira