Verðhækkun verslana 10-11 fordæmalaus Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2016 07:00 Verslanir 10-11 sem hafa hækkað verð á kvöldin og um helgar eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Vísir/Vilhelm Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira