Viðskipti innlent

Salan hjá Örnu áttfaldast eftir að Samkeppniseftirlitið sektaði MS

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna fyrr í júlí um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu.
Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna fyrr í júlí um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Vísir/Pjetur
Salan hjá mjólkurvinnslunni Örnu í Bolungarvík hefur áttfaldast frá því Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna fyrr í mánuðinum.

Framkvæmdastjóri Örnu segir fyrirtækið ekki hafa undan við framleiðslu og bæta þurfi við starfsfólki.

Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna fyrr í júlí um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Var það niðurstaða eftirlitsins að MS hefði selt hrámjólk til samkeppnisaðila á mun hærra verði en aðildar tengdir MS greiddu fyrir vöruna en Arna ehf. er eitt þeirra fyrirtækja sem þurfa að kaupa hrámjólk af MS.

Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir mikla söluaukningu hafa orðið hjá fyrirtækinu eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Það varð mikil sprenging. Við erum bara á fullu og höfum varla undan að framleiða.“

Hann segir söluna hafa aukist íöllum þeirra vöruflokkum, sérstaklega í drykkjarmjólkinni sem sett var á markað nú í júní.

Hálfdán segir að salan á mjólk hafi áttfaldast hjá fyrirtækinu og hafi ekki undan við framleiðslu. „Það hefur verið töluvert um vantanir í búðum en við höfum verið að auka. Maður veit ekki hvar þetta endar en við gerum okkar besta til að anna eftirspurn.“

Sex starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og hefur vinnudagur þeirra lengst mikið undanfarnar vikur.

„Við reiknum með að bæta við okkur starfsfólki núna eftir sumarleyfin. Það hefur verið vöxtur hjá okkur allt árið,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.