Svefndúkkur renna út eins og heitar lummur um allan heim Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júlí 2016 07:00 Eyrún Eggertsdóttir, Birna Bryndís Þorkelsdóttir og Sólveig Gunnarsdóttir. Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira