Svefndúkkur renna út eins og heitar lummur um allan heim Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júlí 2016 07:00 Eyrún Eggertsdóttir, Birna Bryndís Þorkelsdóttir og Sólveig Gunnarsdóttir. Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira