Svefndúkkur renna út eins og heitar lummur um allan heim Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júlí 2016 07:00 Eyrún Eggertsdóttir, Birna Bryndís Þorkelsdóttir og Sólveig Gunnarsdóttir. Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun