Stórir, þungir og líklegir til afreka í Danmörku Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Strákarnir hefja leik gegn Rússum klukkan 18:00 í dag. vísir/stefán Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri hefur leik á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Strákarnir mæta Rússlandi í fyrsta leik klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikir íslenska liðsins fara fram í Vamdrup. Ísland á afburðalið í þessum aldursflokki, en á síðasta ári unnu þessir strákar opna Evrópumótið og höfnuðu í þriðja sæti á HM U19. Verkefnið verður heldur betur erfitt í Danmörku að þessu sinni því íslenska liðið er í dauðariðlinum á mótinu. Auk Íslendinga og Rússa eru í B-riðlinum silfurlið Slóvena frá HM í fyrra og Spánverjar sem strákarnir okkar unnu í leiknum um bronsið. Þrjú af fjórum bestum liðum HM á síðasta ári drógust í sama riðilinn. „Fókusinn okkar núna er bara á riðilinn því hann er mjög erfiður. Við verðum að halda einbeitingu þar,“ segir stórskyttan og fyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon í viðtali við íþróttadeild. Ómar Ingi spilar með Val í Olís-deildinni en var mikið meiddur á síðustu leiktíð. „Ég er góður núna, bara mjög góður og klár í slaginn,“ segir hann um meiðslin. Eftir góðan árangur á HM í Rússlandi í fyrra er pressa á strákunum að fullnýta hæfileika sína og helst að spila um verðlaun á mótinu. Ómar Ingi fagnar því. „Við getum farið alla leið ef við spilum vel. Þá eigum við bara góðan möguleika á því. Það eru forréttindi að vera undir pressu og þurfa að takast á við svona hluti. Við erum allir klárir í það og munum njóta þess,“ segir Ómar.Ómar Ingi Magnússon var einn besti leikmaður HM í Rússlandi í fyrra.vísir/stefánNæstu menn í A-landsliðið Lykilmenn í þessu U20-liði eins og Ómar Ingi og varnartröllið Arnar Freyr Arnarsson hafa verið meiddir að undanförnu en allir eiga að vera klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Rússunum í dag. Varnarleikurinn var undirstaða árangurs liðsins í fyrra og verður það vafalítið áfram. „Liðið er gott í að verjast og þess vegna fáum við hraðaupphlaup sem hjálpa mikið til við markaskorun. Markverðirnir hafa líka verið frábærir fyrir aftan vörnina. Þetta verður bara gott ef við höldum svona áfram,“ segir Ómar Ingi. Íslenska A-landsliðið stendur á ákveðnum tímamótum eftir tvö döpur stórmót í röð. Nýr þjálfari horfir vafalítið til þess að yngja liðið og fá inn efnilega menn en eru strákarnir í þessu U20 ára liði nógu góðir til að spila með stóru strákunum? „Mér finnst það. Einhverjir af okkur geta komist þangað og það kannski kemur betur í ljós á þessu móti en margir okkar hafa burðina til að komast í A-landsliðið,“ segir Ómar Ingi, en hvað finnst öðrum þjálfara liðsins, Sigursteini Arndal? „Ég sé nokkra fyrir mér í þessu liði eiga þann möguleika en það verður svo þeirra að taka síðasta skrefið. Við eigum marga virkilega efnilega leikmenn í þessum flokki og kannski sú breyting sem hefur orðið á leikmönnunum er að þeir eru hávaxnir og eru með fleiri kíló en við höfum séð áður,“ segir Sigursteinn.Sigursteinn Arndal þjálfar U-20 ára liðið ásamt Ólafi Stefánssyni.vísir/stefánÍ stórum hlutverkum Aðspurður um möguleika íslensku strákanna á Evrópumótinu segir Sigursteinn að það sé klárlega í boði að liðið fari alla leið. En ef það á að ganga upp þarf allt að smella saman. „Það væri kjánalegt að stefna á eitthvað minna en við gerðum síðast. Við erum með háleit markmið en það þarf auðvitað allt að ganga upp hjá okkur ef við ætlum okkur alla leið,“ segir Sigursteinn við íþróttadeild. „Það sem við höfum umfram aðrar þjóðir er að við getum verið mikið saman. Það er svona fyrst núna sem við erum með menn úti í atvinnumennsku og erum að glíma við meiðsli. En við breytum samt ekkert okkar leik eða því sem gekk vel í fyrra.“ Nær allir strákarnir í liðinu hafa spilað mikið í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og gert það í nokkur ár. Þeir hafa öðlast mikilvæga reynslu sem Sigursteinn segir að skipti sköpum fyrir þá og liðið. „Þeir hafa ekki bara verið að spila heldur hafa þeir líka verið í stórum hlutverkum hjá sínum liðum. Svo erum við líka með stráka sem hafa handbolta að atvinnu þannig það hlýtur að gera liðið betra,“ segir Sigursteinn Arndal. Handbolti Tengdar fréttir Bronsdrengirnir ætla sér stóra hluti á EM Strákarnir í U-20 ára landsliði Íslands í handbolta héldu í dag til Danmerkur þar sem þeir taka þátt á EM. 26. júlí 2016 19:36 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri hefur leik á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Strákarnir mæta Rússlandi í fyrsta leik klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikir íslenska liðsins fara fram í Vamdrup. Ísland á afburðalið í þessum aldursflokki, en á síðasta ári unnu þessir strákar opna Evrópumótið og höfnuðu í þriðja sæti á HM U19. Verkefnið verður heldur betur erfitt í Danmörku að þessu sinni því íslenska liðið er í dauðariðlinum á mótinu. Auk Íslendinga og Rússa eru í B-riðlinum silfurlið Slóvena frá HM í fyrra og Spánverjar sem strákarnir okkar unnu í leiknum um bronsið. Þrjú af fjórum bestum liðum HM á síðasta ári drógust í sama riðilinn. „Fókusinn okkar núna er bara á riðilinn því hann er mjög erfiður. Við verðum að halda einbeitingu þar,“ segir stórskyttan og fyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon í viðtali við íþróttadeild. Ómar Ingi spilar með Val í Olís-deildinni en var mikið meiddur á síðustu leiktíð. „Ég er góður núna, bara mjög góður og klár í slaginn,“ segir hann um meiðslin. Eftir góðan árangur á HM í Rússlandi í fyrra er pressa á strákunum að fullnýta hæfileika sína og helst að spila um verðlaun á mótinu. Ómar Ingi fagnar því. „Við getum farið alla leið ef við spilum vel. Þá eigum við bara góðan möguleika á því. Það eru forréttindi að vera undir pressu og þurfa að takast á við svona hluti. Við erum allir klárir í það og munum njóta þess,“ segir Ómar.Ómar Ingi Magnússon var einn besti leikmaður HM í Rússlandi í fyrra.vísir/stefánNæstu menn í A-landsliðið Lykilmenn í þessu U20-liði eins og Ómar Ingi og varnartröllið Arnar Freyr Arnarsson hafa verið meiddir að undanförnu en allir eiga að vera klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Rússunum í dag. Varnarleikurinn var undirstaða árangurs liðsins í fyrra og verður það vafalítið áfram. „Liðið er gott í að verjast og þess vegna fáum við hraðaupphlaup sem hjálpa mikið til við markaskorun. Markverðirnir hafa líka verið frábærir fyrir aftan vörnina. Þetta verður bara gott ef við höldum svona áfram,“ segir Ómar Ingi. Íslenska A-landsliðið stendur á ákveðnum tímamótum eftir tvö döpur stórmót í röð. Nýr þjálfari horfir vafalítið til þess að yngja liðið og fá inn efnilega menn en eru strákarnir í þessu U20 ára liði nógu góðir til að spila með stóru strákunum? „Mér finnst það. Einhverjir af okkur geta komist þangað og það kannski kemur betur í ljós á þessu móti en margir okkar hafa burðina til að komast í A-landsliðið,“ segir Ómar Ingi, en hvað finnst öðrum þjálfara liðsins, Sigursteini Arndal? „Ég sé nokkra fyrir mér í þessu liði eiga þann möguleika en það verður svo þeirra að taka síðasta skrefið. Við eigum marga virkilega efnilega leikmenn í þessum flokki og kannski sú breyting sem hefur orðið á leikmönnunum er að þeir eru hávaxnir og eru með fleiri kíló en við höfum séð áður,“ segir Sigursteinn.Sigursteinn Arndal þjálfar U-20 ára liðið ásamt Ólafi Stefánssyni.vísir/stefánÍ stórum hlutverkum Aðspurður um möguleika íslensku strákanna á Evrópumótinu segir Sigursteinn að það sé klárlega í boði að liðið fari alla leið. En ef það á að ganga upp þarf allt að smella saman. „Það væri kjánalegt að stefna á eitthvað minna en við gerðum síðast. Við erum með háleit markmið en það þarf auðvitað allt að ganga upp hjá okkur ef við ætlum okkur alla leið,“ segir Sigursteinn við íþróttadeild. „Það sem við höfum umfram aðrar þjóðir er að við getum verið mikið saman. Það er svona fyrst núna sem við erum með menn úti í atvinnumennsku og erum að glíma við meiðsli. En við breytum samt ekkert okkar leik eða því sem gekk vel í fyrra.“ Nær allir strákarnir í liðinu hafa spilað mikið í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og gert það í nokkur ár. Þeir hafa öðlast mikilvæga reynslu sem Sigursteinn segir að skipti sköpum fyrir þá og liðið. „Þeir hafa ekki bara verið að spila heldur hafa þeir líka verið í stórum hlutverkum hjá sínum liðum. Svo erum við líka með stráka sem hafa handbolta að atvinnu þannig það hlýtur að gera liðið betra,“ segir Sigursteinn Arndal.
Handbolti Tengdar fréttir Bronsdrengirnir ætla sér stóra hluti á EM Strákarnir í U-20 ára landsliði Íslands í handbolta héldu í dag til Danmerkur þar sem þeir taka þátt á EM. 26. júlí 2016 19:36 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Bronsdrengirnir ætla sér stóra hluti á EM Strákarnir í U-20 ára landsliði Íslands í handbolta héldu í dag til Danmerkur þar sem þeir taka þátt á EM. 26. júlí 2016 19:36
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni