WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júlí 2016 11:35 Floti WOW air stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári. Vísir/Steingrímur Þórðarson Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á fjórum nýjum Airbus A321 flugvélum beint frá framleiðenda Airbus. Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air og Fabrice Brégier forstjóri Airbus skrifuðu undir samninginn í dag á flugvélasýningunni Farnborough í Bretlandi. Listaverð vélanna er 55 milljarðar íslenskra króna eða 459,6 milljón bandaríkjadala og verða nýju flugvélarnar afhentar árð 2017 og 2018, segir í tilkynningu. Floti WOW air, sem eingöngu samanstendur af Airbus flugvélum, stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári með þessum kaupum auk annarra flugvélasamninga sem þegar hafa verið kynntir. Átta af þessum 17 vélum verða alfarið í eigu WOW air. „Við erum ánægð með að bæta glænýjum Airbus A321 flugvélum við okkar sívaxandi flota. WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Airbus,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu. Floti WOW air er ungur að árum en meðalaldur flugvélanna er aðeins tvö og hálft ár. Skammt er síðan keyptar voru þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur sem bera 350 farþega og hafa drægni upp á sex þúsund sjómílur. Þá eru sætabil í vélunum 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum sem eru oftast 29-31 tommur. Airbus A330-300 breiðþoturnar bera nöfnin TF-GAY, TF-LUV og TF-WOW. WOW air rekur einnig tvær Airbus A320-200 flugvélar sem skráðar eru undir heitinu TF-BRO og TF-SIS auk sex Airbus A321 flugvéla sem bera nöfnin TF-MOM, TF-DAD, TF-SON, TF-KID, TF-GMA og TF-GPA. Flugfélagið kaus að fjölga Airbus A321 flugvélunum í flota sínum vegna rýmra farþegarýmis, lágs viðhaldskostnaðs og það hversu sparneytnar þær eru. Flugvélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku. Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á fjórum nýjum Airbus A321 flugvélum beint frá framleiðenda Airbus. Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air og Fabrice Brégier forstjóri Airbus skrifuðu undir samninginn í dag á flugvélasýningunni Farnborough í Bretlandi. Listaverð vélanna er 55 milljarðar íslenskra króna eða 459,6 milljón bandaríkjadala og verða nýju flugvélarnar afhentar árð 2017 og 2018, segir í tilkynningu. Floti WOW air, sem eingöngu samanstendur af Airbus flugvélum, stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári með þessum kaupum auk annarra flugvélasamninga sem þegar hafa verið kynntir. Átta af þessum 17 vélum verða alfarið í eigu WOW air. „Við erum ánægð með að bæta glænýjum Airbus A321 flugvélum við okkar sívaxandi flota. WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Airbus,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu. Floti WOW air er ungur að árum en meðalaldur flugvélanna er aðeins tvö og hálft ár. Skammt er síðan keyptar voru þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur sem bera 350 farþega og hafa drægni upp á sex þúsund sjómílur. Þá eru sætabil í vélunum 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum sem eru oftast 29-31 tommur. Airbus A330-300 breiðþoturnar bera nöfnin TF-GAY, TF-LUV og TF-WOW. WOW air rekur einnig tvær Airbus A320-200 flugvélar sem skráðar eru undir heitinu TF-BRO og TF-SIS auk sex Airbus A321 flugvéla sem bera nöfnin TF-MOM, TF-DAD, TF-SON, TF-KID, TF-GMA og TF-GPA. Flugfélagið kaus að fjölga Airbus A321 flugvélunum í flota sínum vegna rýmra farþegarýmis, lágs viðhaldskostnaðs og það hversu sparneytnar þær eru. Flugvélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku.
Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira