Formaður BSRB: Ekki hægt að sætta sig við miklar launahækkanir ríkisforstjóra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 11:24 BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Í tilkynningunni er vísað til forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag þar sem greint er frá því að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót. BSRB telur þessar hækkanir ekki vera í neinu samræmi við SALEK-samkomulagið, samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði náðu um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir ekki ganga að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í að byggja upp nýtt vinnumarkaðskerfi.„Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga,“ segir Elín Björg í tilkynningu. Hún segir ákvörðunina kalla á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna álags en í ákvörðunum kjararáðs er gjarnan vísað til þess álags í starfi sem þeir starfsmenn sem mestu hækkunina fengu búa við. BSRB segir aðra hópa búa við sama álag en að þeim hafi ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir. „Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið,“ segir í tilkynningunni.Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:Óskiljanleg ákvörðun kjararáðsBSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks.Fréttablaðið greinir frá því í dag að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót.Mest hækka laun formanns kærunefndar útlendingamála, um 48%, frá og með 1. desember 2014, rúmlega eitt og hálft ár aftur í tímann. Laun annarra hækka um 29-35% samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu, afturvirkt um eitt ár.Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið.Í flestum ákvörðunum kjararáðs, sem lesa má á heimasíðu ráðsins , er vísað til þess að álag í starfi þessara starfsmanna, sem eru meðal þeirra hæst launuðustu sem starfa hjá ríkinu, hafi aukist verulega undanfarið.Það er engin ástæða til að efast um að álag í starfi þessara ríkisforstjóra og nefndarmanna hafi aukist á undanförnum árum. Það sama á auðvitað við um aðra stóra hópa á vinnumarkaði sem hafa upplifað gríðarlega mikið álag í starfi árum saman eftir niðurskurð og samdrátt. Þessum hópum hefur ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir.Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun vel launaðra ríkisforstjóra um tugi prósenta, afturvirkt í ár eða meira, er í engu samræmi við það samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði, ríkið þar með talið, hafa náð um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu.Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB:„Það gengur ekki að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í því að byggja hér upp nýtt vinnumarkaðskerfi. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga. Hún kallar augljóslega á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna mikils álags. Kjararáð hefur sett ákveðið fordæmi með ákvörðunum um tuga prósenta hækkanir, fyrst fyrir ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta, og nú fyrir forstjóra nokkurra ríkisstofnana. Til þess fordæmis hljótum við að leita þegar kemur að því að sækja sambærilegar hækkanir fyrir annað launafólk sem upplifað hefur aukið álag í starfi.“ Tengdar fréttir Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Í tilkynningunni er vísað til forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag þar sem greint er frá því að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót. BSRB telur þessar hækkanir ekki vera í neinu samræmi við SALEK-samkomulagið, samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði náðu um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir ekki ganga að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í að byggja upp nýtt vinnumarkaðskerfi.„Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga,“ segir Elín Björg í tilkynningu. Hún segir ákvörðunina kalla á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna álags en í ákvörðunum kjararáðs er gjarnan vísað til þess álags í starfi sem þeir starfsmenn sem mestu hækkunina fengu búa við. BSRB segir aðra hópa búa við sama álag en að þeim hafi ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir. „Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið,“ segir í tilkynningunni.Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:Óskiljanleg ákvörðun kjararáðsBSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks.Fréttablaðið greinir frá því í dag að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót.Mest hækka laun formanns kærunefndar útlendingamála, um 48%, frá og með 1. desember 2014, rúmlega eitt og hálft ár aftur í tímann. Laun annarra hækka um 29-35% samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu, afturvirkt um eitt ár.Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið.Í flestum ákvörðunum kjararáðs, sem lesa má á heimasíðu ráðsins , er vísað til þess að álag í starfi þessara starfsmanna, sem eru meðal þeirra hæst launuðustu sem starfa hjá ríkinu, hafi aukist verulega undanfarið.Það er engin ástæða til að efast um að álag í starfi þessara ríkisforstjóra og nefndarmanna hafi aukist á undanförnum árum. Það sama á auðvitað við um aðra stóra hópa á vinnumarkaði sem hafa upplifað gríðarlega mikið álag í starfi árum saman eftir niðurskurð og samdrátt. Þessum hópum hefur ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir.Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun vel launaðra ríkisforstjóra um tugi prósenta, afturvirkt í ár eða meira, er í engu samræmi við það samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði, ríkið þar með talið, hafa náð um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu.Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB:„Það gengur ekki að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í því að byggja hér upp nýtt vinnumarkaðskerfi. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga. Hún kallar augljóslega á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna mikils álags. Kjararáð hefur sett ákveðið fordæmi með ákvörðunum um tuga prósenta hækkanir, fyrst fyrir ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta, og nú fyrir forstjóra nokkurra ríkisstofnana. Til þess fordæmis hljótum við að leita þegar kemur að því að sækja sambærilegar hækkanir fyrir annað launafólk sem upplifað hefur aukið álag í starfi.“
Tengdar fréttir Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00