Formaður BSRB: Ekki hægt að sætta sig við miklar launahækkanir ríkisforstjóra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 11:24 BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Í tilkynningunni er vísað til forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag þar sem greint er frá því að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót. BSRB telur þessar hækkanir ekki vera í neinu samræmi við SALEK-samkomulagið, samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði náðu um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir ekki ganga að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í að byggja upp nýtt vinnumarkaðskerfi.„Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga,“ segir Elín Björg í tilkynningu. Hún segir ákvörðunina kalla á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna álags en í ákvörðunum kjararáðs er gjarnan vísað til þess álags í starfi sem þeir starfsmenn sem mestu hækkunina fengu búa við. BSRB segir aðra hópa búa við sama álag en að þeim hafi ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir. „Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið,“ segir í tilkynningunni.Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:Óskiljanleg ákvörðun kjararáðsBSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks.Fréttablaðið greinir frá því í dag að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót.Mest hækka laun formanns kærunefndar útlendingamála, um 48%, frá og með 1. desember 2014, rúmlega eitt og hálft ár aftur í tímann. Laun annarra hækka um 29-35% samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu, afturvirkt um eitt ár.Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið.Í flestum ákvörðunum kjararáðs, sem lesa má á heimasíðu ráðsins , er vísað til þess að álag í starfi þessara starfsmanna, sem eru meðal þeirra hæst launuðustu sem starfa hjá ríkinu, hafi aukist verulega undanfarið.Það er engin ástæða til að efast um að álag í starfi þessara ríkisforstjóra og nefndarmanna hafi aukist á undanförnum árum. Það sama á auðvitað við um aðra stóra hópa á vinnumarkaði sem hafa upplifað gríðarlega mikið álag í starfi árum saman eftir niðurskurð og samdrátt. Þessum hópum hefur ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir.Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun vel launaðra ríkisforstjóra um tugi prósenta, afturvirkt í ár eða meira, er í engu samræmi við það samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði, ríkið þar með talið, hafa náð um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu.Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB:„Það gengur ekki að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í því að byggja hér upp nýtt vinnumarkaðskerfi. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga. Hún kallar augljóslega á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna mikils álags. Kjararáð hefur sett ákveðið fordæmi með ákvörðunum um tuga prósenta hækkanir, fyrst fyrir ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta, og nú fyrir forstjóra nokkurra ríkisstofnana. Til þess fordæmis hljótum við að leita þegar kemur að því að sækja sambærilegar hækkanir fyrir annað launafólk sem upplifað hefur aukið álag í starfi.“ Tengdar fréttir Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Í tilkynningunni er vísað til forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag þar sem greint er frá því að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót. BSRB telur þessar hækkanir ekki vera í neinu samræmi við SALEK-samkomulagið, samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði náðu um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir ekki ganga að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í að byggja upp nýtt vinnumarkaðskerfi.„Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga,“ segir Elín Björg í tilkynningu. Hún segir ákvörðunina kalla á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna álags en í ákvörðunum kjararáðs er gjarnan vísað til þess álags í starfi sem þeir starfsmenn sem mestu hækkunina fengu búa við. BSRB segir aðra hópa búa við sama álag en að þeim hafi ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir. „Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið,“ segir í tilkynningunni.Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:Óskiljanleg ákvörðun kjararáðsBSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs um að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnanna og nefndarformanna um tugi prósenta umfram hækkanir annars launafólks.Fréttablaðið greinir frá því í dag að kjararáð hafi hækkað laun ríkislögreglustjóra, landlæknis, formanns kærunefndar útlendingamála, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, forstjóra Útlendingastofnunar, forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstjóra Barnaverndarstofu. Launin hækka um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem kjararáð hafði þegar ákveðið með almennri ákvörðun um áramót.Mest hækka laun formanns kærunefndar útlendingamála, um 48%, frá og með 1. desember 2014, rúmlega eitt og hálft ár aftur í tímann. Laun annarra hækka um 29-35% samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu, afturvirkt um eitt ár.Með þessum ákvörðunum heldur kjararáð áfram að hækka laun hæst launuðustu starfsmanna ríkisins um tugi prósenta umfram þær hækkanir sem annað launafólk hefur fengið og hafa verið í samræmi við SALEK-samkomulagið.Í flestum ákvörðunum kjararáðs, sem lesa má á heimasíðu ráðsins , er vísað til þess að álag í starfi þessara starfsmanna, sem eru meðal þeirra hæst launuðustu sem starfa hjá ríkinu, hafi aukist verulega undanfarið.Það er engin ástæða til að efast um að álag í starfi þessara ríkisforstjóra og nefndarmanna hafi aukist á undanförnum árum. Það sama á auðvitað við um aðra stóra hópa á vinnumarkaði sem hafa upplifað gríðarlega mikið álag í starfi árum saman eftir niðurskurð og samdrátt. Þessum hópum hefur ekki staðið til boða að fá tuga prósenta launahækkanir.Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun vel launaðra ríkisforstjóra um tugi prósenta, afturvirkt í ár eða meira, er í engu samræmi við það samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði, ríkið þar með talið, hafa náð um endurbætur á vinnumarkaðsmódelinu.Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB:„Það gengur ekki að aðeins hluti launafólks eigi að taka þátt í því að byggja hér upp nýtt vinnumarkaðskerfi. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga. Hún kallar augljóslega á að fleiri hópar fái leiðréttingu á launum vegna mikils álags. Kjararáð hefur sett ákveðið fordæmi með ákvörðunum um tuga prósenta hækkanir, fyrst fyrir ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta, og nú fyrir forstjóra nokkurra ríkisstofnana. Til þess fordæmis hljótum við að leita þegar kemur að því að sækja sambærilegar hækkanir fyrir annað launafólk sem upplifað hefur aukið álag í starfi.“
Tengdar fréttir Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00