Húsbílafólk fær athvarf á eigin stað í Gufunesi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 07:00 Skemmtigarðurinn stefnir að uppbyggingu í ferðaþjónustu. vísir/Hanna Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira