Ævintýri enn gerast og geta gerst víðar Skjóðan skrifar 6. júlí 2016 09:00 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur sigrað heiminn. Íslensku áhorfendurnir hafa líka verið óborganlegir og til fullkomins sóma. Aldrei fyrr hefur verið farin önnur eins frægðarför utan og för landsliðsins á EM í Frakklandi. Við höfum áður átt frábæra knattspyrnumenn á Íslandi. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen voru allir í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Samt náði landsliðið okkar ekki sérstökum árangri með þá í broddi fylkingar. Ekki er það tilviljun að Ísland hefur nú skipað sér í flokk með bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Vel menntaðir þjálfarar hafa um árabil leiðbeint jafnvel yngstu knattspyrnuiðkendunum. Knattspyrnuhús gerðu íslenskum iðkendum mögulegt að æfa og keppa í íþróttinni allan ársins hring og battavellirnir, sem standa við nær hvern skóla á landinu eru nýttir allt árið. Úr þessu umhverfi spratt unglingalandsliðið sem náði inn í lokakeppni EM 2011. Leikmenn þess eru kjarni landsliðsins sem vann hug og hjörtu heimsins í Frakklandi á dögunum. Fleira gerðist. Ráðinn var einn besti knattspyrnustjóri veraldar til að stýra landsliðinu. Lars Lagerbäck hefur fært liðinu aga og sjálfstraust sem íslensk knattspyrnulið hafa ekki áður búið yfir. Mestu máli skiptir samt að íslenska landsliðið bjó við sama umhverfi og hin liðin á EM. Leikmennirnir spila við sams konar aðstæður og leikmenn Englands, Frakklands og Þýskalands. Undirbúningur liðsins er áþekkur og öll aðstaða á mótstað, hótel, matseld og fleira er sambærileg við það sem bestu liðin njóta. Þess vegna er Ísland komið í fremstu röð í knattspyrnu. Af þessu má draga lærdóm fyrir íslenskt atvinnulíf. Íslensk fyrirtæki þurfa að notast við örmynt og margfaldan fjármagnskostnað á við þau fyrirtæki sem þau keppa við. Erlend fjárfesting er fjarlægur draumur fyrir flestar greinar íslensks atvinnulífs. Einungis örfá fyrirtæki búa við aðstæður sambærilegar þeim sem alþjóðleg samkeppni þeirra býr við. Útgerðin hefur ávallt notið forréttinda hér á landi. Þar fyrir utan eru það helst fyrirtæki, sem voru orðin alþjóðleg fyrir hrun og stóðu af sér hrunið, DeCode, Marel, Össur og CCP. Þau njóta undanþága frá hinum almennu höftum. Íslenskt atvinnulíf, með íslenska krónu, höft og fjármagnsokur, er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið fyrir 40 árum. Ein til tvær stjörnur eru í liðinu en aðrir leikmenn eru lakari og liðið nær ekki árangri. Lífskjör íslensku þjóðarinnar eru lakari en þau þurfa að vera. Við eigum að horfa til uppbyggingar knattspyrnunnar sem fyrirmyndar fyrir atvinnulífið. Við verðum að búa fyrirtækjunum sömu aðstæður og fyrirtæki í öðrum löndum búa við. Áframhaldandi og aukin einangrun er ekki leiðin til bættra lífskjara. Skjóðan Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur sigrað heiminn. Íslensku áhorfendurnir hafa líka verið óborganlegir og til fullkomins sóma. Aldrei fyrr hefur verið farin önnur eins frægðarför utan og för landsliðsins á EM í Frakklandi. Við höfum áður átt frábæra knattspyrnumenn á Íslandi. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen voru allir í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Samt náði landsliðið okkar ekki sérstökum árangri með þá í broddi fylkingar. Ekki er það tilviljun að Ísland hefur nú skipað sér í flokk með bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Vel menntaðir þjálfarar hafa um árabil leiðbeint jafnvel yngstu knattspyrnuiðkendunum. Knattspyrnuhús gerðu íslenskum iðkendum mögulegt að æfa og keppa í íþróttinni allan ársins hring og battavellirnir, sem standa við nær hvern skóla á landinu eru nýttir allt árið. Úr þessu umhverfi spratt unglingalandsliðið sem náði inn í lokakeppni EM 2011. Leikmenn þess eru kjarni landsliðsins sem vann hug og hjörtu heimsins í Frakklandi á dögunum. Fleira gerðist. Ráðinn var einn besti knattspyrnustjóri veraldar til að stýra landsliðinu. Lars Lagerbäck hefur fært liðinu aga og sjálfstraust sem íslensk knattspyrnulið hafa ekki áður búið yfir. Mestu máli skiptir samt að íslenska landsliðið bjó við sama umhverfi og hin liðin á EM. Leikmennirnir spila við sams konar aðstæður og leikmenn Englands, Frakklands og Þýskalands. Undirbúningur liðsins er áþekkur og öll aðstaða á mótstað, hótel, matseld og fleira er sambærileg við það sem bestu liðin njóta. Þess vegna er Ísland komið í fremstu röð í knattspyrnu. Af þessu má draga lærdóm fyrir íslenskt atvinnulíf. Íslensk fyrirtæki þurfa að notast við örmynt og margfaldan fjármagnskostnað á við þau fyrirtæki sem þau keppa við. Erlend fjárfesting er fjarlægur draumur fyrir flestar greinar íslensks atvinnulífs. Einungis örfá fyrirtæki búa við aðstæður sambærilegar þeim sem alþjóðleg samkeppni þeirra býr við. Útgerðin hefur ávallt notið forréttinda hér á landi. Þar fyrir utan eru það helst fyrirtæki, sem voru orðin alþjóðleg fyrir hrun og stóðu af sér hrunið, DeCode, Marel, Össur og CCP. Þau njóta undanþága frá hinum almennu höftum. Íslenskt atvinnulíf, með íslenska krónu, höft og fjármagnsokur, er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið fyrir 40 árum. Ein til tvær stjörnur eru í liðinu en aðrir leikmenn eru lakari og liðið nær ekki árangri. Lífskjör íslensku þjóðarinnar eru lakari en þau þurfa að vera. Við eigum að horfa til uppbyggingar knattspyrnunnar sem fyrirmyndar fyrir atvinnulífið. Við verðum að búa fyrirtækjunum sömu aðstæður og fyrirtæki í öðrum löndum búa við. Áframhaldandi og aukin einangrun er ekki leiðin til bættra lífskjara.
Skjóðan Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira