Grafast fyrir um kynbundinn launamun innan sveitarfélaganna Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Í Akureyrarbæ verður gerð rannsókn í haust um kynbundinn launamun sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Vísir/Hörður Finbogason Sveitarfélög landsins hyggjast kafa ofan í orsök kynbundins launamunar starfsmanna þeirra í kjölfar niðurstöðu nýrrar kjarakönnunar félagsmanna Bandalags íslenskra háskólamanna. Könnunin sýndi að kynbundinn launamunur hefur rokið upp í sveitarfélögum landsins, utan Reykjavíkurborgar, milli áranna 2014 og 2015, úr átján prósentum í 29 prósent. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga telja ástandið alvarlegt og munu gera úttekt á áhrifum starfsmats á launamun kynjanna í haust. Sérstakar kannanir um kynbundinn launamun hafa ekki verið gerðar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við erum að skoða núna okkar gögn og erum búin að óska eftir fundi með BHM. Við munum taka næstu daga í að fara yfir þetta. Við viljum greina þessa stöðu vel. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins. „Það var gerður kjarasamningur í apríl við öll félögin í BHM um að fara í starfsmat, í apríl var stigið fyrsta skrefið í því. Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugglega haft mjög jákvæð áhrif varðandi launamun kynjanna, þetta var í gangi á sama tíma og könnunin var gerð,“ segir Inga Rún. „Við munum líka gera könnun á því hvernig það hefur raungerst. Við munum gera nákvæma úttekt á því í október.“ Svör fengust ekki í tæka tíð um kynbundinn launamun innan sveitarfélaga sem haft var samband við nema frá Akureyrarbæ og Garðabæ. Á Akureyri verður gerð rannsókn í haust sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Ekki var marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ samkvæmt könnun sem gerð var árið 2014. Við skoðun innanhúss í gær er ekki um kynbundin launamun að ræða hjá Garðabæ samkvæmt upplýsingum frá starfsmannahaldi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 24. júní Tengdar fréttir Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Sveitarfélög landsins hyggjast kafa ofan í orsök kynbundins launamunar starfsmanna þeirra í kjölfar niðurstöðu nýrrar kjarakönnunar félagsmanna Bandalags íslenskra háskólamanna. Könnunin sýndi að kynbundinn launamunur hefur rokið upp í sveitarfélögum landsins, utan Reykjavíkurborgar, milli áranna 2014 og 2015, úr átján prósentum í 29 prósent. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga telja ástandið alvarlegt og munu gera úttekt á áhrifum starfsmats á launamun kynjanna í haust. Sérstakar kannanir um kynbundinn launamun hafa ekki verið gerðar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við erum að skoða núna okkar gögn og erum búin að óska eftir fundi með BHM. Við munum taka næstu daga í að fara yfir þetta. Við viljum greina þessa stöðu vel. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins. „Það var gerður kjarasamningur í apríl við öll félögin í BHM um að fara í starfsmat, í apríl var stigið fyrsta skrefið í því. Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugglega haft mjög jákvæð áhrif varðandi launamun kynjanna, þetta var í gangi á sama tíma og könnunin var gerð,“ segir Inga Rún. „Við munum líka gera könnun á því hvernig það hefur raungerst. Við munum gera nákvæma úttekt á því í október.“ Svör fengust ekki í tæka tíð um kynbundinn launamun innan sveitarfélaga sem haft var samband við nema frá Akureyrarbæ og Garðabæ. Á Akureyri verður gerð rannsókn í haust sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Ekki var marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ samkvæmt könnun sem gerð var árið 2014. Við skoðun innanhúss í gær er ekki um kynbundin launamun að ræða hjá Garðabæ samkvæmt upplýsingum frá starfsmannahaldi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 24. júní
Tengdar fréttir Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15