Grafast fyrir um kynbundinn launamun innan sveitarfélaganna Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Í Akureyrarbæ verður gerð rannsókn í haust um kynbundinn launamun sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Vísir/Hörður Finbogason Sveitarfélög landsins hyggjast kafa ofan í orsök kynbundins launamunar starfsmanna þeirra í kjölfar niðurstöðu nýrrar kjarakönnunar félagsmanna Bandalags íslenskra háskólamanna. Könnunin sýndi að kynbundinn launamunur hefur rokið upp í sveitarfélögum landsins, utan Reykjavíkurborgar, milli áranna 2014 og 2015, úr átján prósentum í 29 prósent. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga telja ástandið alvarlegt og munu gera úttekt á áhrifum starfsmats á launamun kynjanna í haust. Sérstakar kannanir um kynbundinn launamun hafa ekki verið gerðar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við erum að skoða núna okkar gögn og erum búin að óska eftir fundi með BHM. Við munum taka næstu daga í að fara yfir þetta. Við viljum greina þessa stöðu vel. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins. „Það var gerður kjarasamningur í apríl við öll félögin í BHM um að fara í starfsmat, í apríl var stigið fyrsta skrefið í því. Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugglega haft mjög jákvæð áhrif varðandi launamun kynjanna, þetta var í gangi á sama tíma og könnunin var gerð,“ segir Inga Rún. „Við munum líka gera könnun á því hvernig það hefur raungerst. Við munum gera nákvæma úttekt á því í október.“ Svör fengust ekki í tæka tíð um kynbundinn launamun innan sveitarfélaga sem haft var samband við nema frá Akureyrarbæ og Garðabæ. Á Akureyri verður gerð rannsókn í haust sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Ekki var marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ samkvæmt könnun sem gerð var árið 2014. Við skoðun innanhúss í gær er ekki um kynbundin launamun að ræða hjá Garðabæ samkvæmt upplýsingum frá starfsmannahaldi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 24. júní Tengdar fréttir Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sveitarfélög landsins hyggjast kafa ofan í orsök kynbundins launamunar starfsmanna þeirra í kjölfar niðurstöðu nýrrar kjarakönnunar félagsmanna Bandalags íslenskra háskólamanna. Könnunin sýndi að kynbundinn launamunur hefur rokið upp í sveitarfélögum landsins, utan Reykjavíkurborgar, milli áranna 2014 og 2015, úr átján prósentum í 29 prósent. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga telja ástandið alvarlegt og munu gera úttekt á áhrifum starfsmats á launamun kynjanna í haust. Sérstakar kannanir um kynbundinn launamun hafa ekki verið gerðar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við erum að skoða núna okkar gögn og erum búin að óska eftir fundi með BHM. Við munum taka næstu daga í að fara yfir þetta. Við viljum greina þessa stöðu vel. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins. „Það var gerður kjarasamningur í apríl við öll félögin í BHM um að fara í starfsmat, í apríl var stigið fyrsta skrefið í því. Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugglega haft mjög jákvæð áhrif varðandi launamun kynjanna, þetta var í gangi á sama tíma og könnunin var gerð,“ segir Inga Rún. „Við munum líka gera könnun á því hvernig það hefur raungerst. Við munum gera nákvæma úttekt á því í október.“ Svör fengust ekki í tæka tíð um kynbundinn launamun innan sveitarfélaga sem haft var samband við nema frá Akureyrarbæ og Garðabæ. Á Akureyri verður gerð rannsókn í haust sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Ekki var marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ samkvæmt könnun sem gerð var árið 2014. Við skoðun innanhúss í gær er ekki um kynbundin launamun að ræða hjá Garðabæ samkvæmt upplýsingum frá starfsmannahaldi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 24. júní
Tengdar fréttir Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15