Grafast fyrir um kynbundinn launamun innan sveitarfélaganna Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Í Akureyrarbæ verður gerð rannsókn í haust um kynbundinn launamun sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Vísir/Hörður Finbogason Sveitarfélög landsins hyggjast kafa ofan í orsök kynbundins launamunar starfsmanna þeirra í kjölfar niðurstöðu nýrrar kjarakönnunar félagsmanna Bandalags íslenskra háskólamanna. Könnunin sýndi að kynbundinn launamunur hefur rokið upp í sveitarfélögum landsins, utan Reykjavíkurborgar, milli áranna 2014 og 2015, úr átján prósentum í 29 prósent. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga telja ástandið alvarlegt og munu gera úttekt á áhrifum starfsmats á launamun kynjanna í haust. Sérstakar kannanir um kynbundinn launamun hafa ekki verið gerðar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við erum að skoða núna okkar gögn og erum búin að óska eftir fundi með BHM. Við munum taka næstu daga í að fara yfir þetta. Við viljum greina þessa stöðu vel. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins. „Það var gerður kjarasamningur í apríl við öll félögin í BHM um að fara í starfsmat, í apríl var stigið fyrsta skrefið í því. Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugglega haft mjög jákvæð áhrif varðandi launamun kynjanna, þetta var í gangi á sama tíma og könnunin var gerð,“ segir Inga Rún. „Við munum líka gera könnun á því hvernig það hefur raungerst. Við munum gera nákvæma úttekt á því í október.“ Svör fengust ekki í tæka tíð um kynbundinn launamun innan sveitarfélaga sem haft var samband við nema frá Akureyrarbæ og Garðabæ. Á Akureyri verður gerð rannsókn í haust sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Ekki var marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ samkvæmt könnun sem gerð var árið 2014. Við skoðun innanhúss í gær er ekki um kynbundin launamun að ræða hjá Garðabæ samkvæmt upplýsingum frá starfsmannahaldi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 24. júní Tengdar fréttir Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Sveitarfélög landsins hyggjast kafa ofan í orsök kynbundins launamunar starfsmanna þeirra í kjölfar niðurstöðu nýrrar kjarakönnunar félagsmanna Bandalags íslenskra háskólamanna. Könnunin sýndi að kynbundinn launamunur hefur rokið upp í sveitarfélögum landsins, utan Reykjavíkurborgar, milli áranna 2014 og 2015, úr átján prósentum í 29 prósent. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga telja ástandið alvarlegt og munu gera úttekt á áhrifum starfsmats á launamun kynjanna í haust. Sérstakar kannanir um kynbundinn launamun hafa ekki verið gerðar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við erum að skoða núna okkar gögn og erum búin að óska eftir fundi með BHM. Við munum taka næstu daga í að fara yfir þetta. Við viljum greina þessa stöðu vel. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins. „Það var gerður kjarasamningur í apríl við öll félögin í BHM um að fara í starfsmat, í apríl var stigið fyrsta skrefið í því. Þetta var allt saman skoðað og algjörlega stokkað upp á nýtt og sú aðgerð hefur örugglega haft mjög jákvæð áhrif varðandi launamun kynjanna, þetta var í gangi á sama tíma og könnunin var gerð,“ segir Inga Rún. „Við munum líka gera könnun á því hvernig það hefur raungerst. Við munum gera nákvæma úttekt á því í október.“ Svör fengust ekki í tæka tíð um kynbundinn launamun innan sveitarfélaga sem haft var samband við nema frá Akureyrarbæ og Garðabæ. Á Akureyri verður gerð rannsókn í haust sem nær þá yfir öll stéttarfélög starfsmanna. Ekki var marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ samkvæmt könnun sem gerð var árið 2014. Við skoðun innanhúss í gær er ekki um kynbundin launamun að ræða hjá Garðabæ samkvæmt upplýsingum frá starfsmannahaldi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 24. júní
Tengdar fréttir Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára Er nú 11,7 prósent en var 9,4 prósent. 21. júní 2016 10:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent