Volkswagen þarf að greiða gríðarlegar upphæðir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2016 23:00 Volkswagen hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. Vísir/AFP Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur samþykkt að greiða 10,2 milljarða bandaríkjadollara, um 1232 milljarða íslenskra króna, til þess að ná sáttum við viðskiptavini í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Megnið af upphæðinni mun fara í að bæta skaða þeirra 482 þúsund eigenda tveggja lítra Volkswagen-dísilbíla sem forritaðir voru til þess að svindla á útblástursmælingum. Hver eigandi mun fá á bilinu 1-7 þúsund dollara, um 120-850 þúsund króna, í sinn hlut en endanleg upphæð fer eftir aldri hvers bíls. Lögfræðingar Volkswagen og Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hafa þó enn ekki samið um þau skref sem Volkswagen þarf að taka til þess að laga þá bíla sem um ræðir. Sáttin sem samið hefur um nær þó ekki til þriggja lítra Volkswagen-dísilbíla en fastlega má gera ráð fyrir að auk þessarar sáttar þurfi þýski bílaframleiðandinn að greiða háar fjárhæðir í sekt til bandarískra yfirvalda vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl Volkswagen muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir.En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45 Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30 Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur samþykkt að greiða 10,2 milljarða bandaríkjadollara, um 1232 milljarða íslenskra króna, til þess að ná sáttum við viðskiptavini í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Megnið af upphæðinni mun fara í að bæta skaða þeirra 482 þúsund eigenda tveggja lítra Volkswagen-dísilbíla sem forritaðir voru til þess að svindla á útblástursmælingum. Hver eigandi mun fá á bilinu 1-7 þúsund dollara, um 120-850 þúsund króna, í sinn hlut en endanleg upphæð fer eftir aldri hvers bíls. Lögfræðingar Volkswagen og Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hafa þó enn ekki samið um þau skref sem Volkswagen þarf að taka til þess að laga þá bíla sem um ræðir. Sáttin sem samið hefur um nær þó ekki til þriggja lítra Volkswagen-dísilbíla en fastlega má gera ráð fyrir að auk þessarar sáttar þurfi þýski bílaframleiðandinn að greiða háar fjárhæðir í sekt til bandarískra yfirvalda vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl Volkswagen muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir.En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45 Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30 Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45
Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30
Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55