Sannfærð um hagstæða niðurstöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. júní 2016 07:00 Bresku fjölmiðlarnir fjölluðu um niðurstöður kosninganna í gær. Fyrirsögnin á forsíðu síðdegisblaðsins Evening Standard var tvíræð; Cameron yfirgefur forsætisráðuneytið og Bretar fara úr Evrópusambandinu. Fréttablaðið/EPA Lilja Alfreðsdóttir Hugsanlegt er að breskum ferðamönnum á Íslandi fækki eitthvað ef pundið verður veikara eftir niðurstöður Brexit-kosninganna. Hins vegar muni þá gengi annarra gjaldmiðla, til dæmis bandaríkjadals, styrkjast og þá kann að vera að ferðamannastraumur aukist þaðan á móti. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um áhrif Brexit-kosninganna á Ísland. Utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu lagst í greiningarvinnu til þess að meta áhrif útgöngu Breta á Ísland. „Við höfum verið að kortleggja möguleika og hvað íslensk stjórnvöld geta gert. Okkar markmið er að tryggja þau allra bestu kjör sem eru í boði og greiningarvinnan hefur gengið út á það og hver séu næstu skref,“ segir Lilja í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Íslendingar muni ræða við EFTA-ríkin og vera í sambandi við Noreg og önnur ríki í svipaðri stöðu og Ísland. Lilja segir stöðuna þó vera óljósa og bresk stjórnvöld séu sjálf að átta sig á stöðunni sem er komin upp. „Forsætisráðherrann er búinn að boða afsögn og núna eru þeir bara að ná andanum eftir það sem gerst hefur,“ segir Lilja. Lilja segir fullsnemmt að segja til um hvort Bretar geti, eftir útgöngu úr ESB, myndað ríkjahóp með þeim Evrópuríkjum sem nú þegar standa utan Evrópusambandsins. „Það eru margar mismunandi leiðir í boði og ég er sannfærð um að það muni nást hagfelld lausn á þessu fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,“ segir Lilja Í minnisblaði Seðlabankans til fjármálaráðuneytisins um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar segir að Íslendingar hafi flutt út vörur til Bretlands í fyrra fyrir tæplega 73 milljarða króna eða sem nam tæplega 12% af vöruútflutningi ársins. Bretlandsmarkaður er einkum mikilvægur fyrir sjávarútveginn en þangað voru fluttar út sjávarafurðir fyrir um 48,5 milljarð króna í fyrra eða sem nemur 18,3% af öllum sjávarvöruútflutningi ársins 2015. Þá kemur fram að tæplega einn af hverjum fimm ferðamönnum sem komu til Íslands í fyrra var frá Bretlandi. „Bretland er okkur afar mikilvægt ríki. Þetta er okkar stærsta útflutningsland og það kemur mikill fjöldi ferðamanna frá Bretlandi þannig að það er algjört lykilatriði fyrir okkur að tryggja okkar hagsmuni,“ segir hún. Gengi hlutabréfa hér heima og erlendis tóku dýfu í gær eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar og pundið tók dýfu gagnvart dollar og evru. Lilja segir að stærstu efnahagsríkin hafi mikla þjálfun í því að starfa saman. „Og þau skilja að þetta skiptir þau máli þannig að ég held að allir munu leggja sig ofboðslega mikið fram um það að tryggja hagfellda lausn.“Ekki mikil neikvæð áhrif nú en fyrirséð um lækkanir á hlutabréfum Seðlabanki Íslands telur að áhrif niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði líklegast neikvæð en ekki veruleg, sérstaklega þegar frá liður. Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabankans til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna niðurstöðunnar. „Í þessu sambandi ber að undirstrika að íslenskar fjármálastofnanir hafa góða eiginfjárstöðu, bera takmarkaða áhættu gagnvart eignum í breskum pundum og eru vel fjármagnaðar í erlendum gjaldmiðlum. Þá er gjaldeyrisforði stærri en í mjög langan tíma í sögu þjóðarinnar og fjármagnshöft draga úr sveiflum í fjármagnsflæði,“ segir í minnisblaðinu. Seðlabankinn fylgist náið með þróun alþjóðlegra og innlendra fjármálamarkaða næstu daga og endurmetur stöðuna eftir því sem ástæða er til. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi tók þó skarpa dýfu í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,21 prósent. Gengi bréfa hjá félögum sem eru með útflutning eða starfsemi erlendis, til að mynda Icelandair Group, HB Grandi og Marel lækkuðu mest. Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu um 6,06 prósent í 684 milljón króna viðskiptum. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands, segir það ekki koma á óvart að þessi félög verði fyrir mestum áhrifum. Hann segir lækkanir í takt við erlenda markaði. Spáð er því að lækkanir séu framundan næstu daga á erlendum mörkuðum sem gæti þýtt áframhaldandi lækkanir á íslenskum markaðiFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júní Brexit Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir Hugsanlegt er að breskum ferðamönnum á Íslandi fækki eitthvað ef pundið verður veikara eftir niðurstöður Brexit-kosninganna. Hins vegar muni þá gengi annarra gjaldmiðla, til dæmis bandaríkjadals, styrkjast og þá kann að vera að ferðamannastraumur aukist þaðan á móti. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um áhrif Brexit-kosninganna á Ísland. Utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu lagst í greiningarvinnu til þess að meta áhrif útgöngu Breta á Ísland. „Við höfum verið að kortleggja möguleika og hvað íslensk stjórnvöld geta gert. Okkar markmið er að tryggja þau allra bestu kjör sem eru í boði og greiningarvinnan hefur gengið út á það og hver séu næstu skref,“ segir Lilja í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Íslendingar muni ræða við EFTA-ríkin og vera í sambandi við Noreg og önnur ríki í svipaðri stöðu og Ísland. Lilja segir stöðuna þó vera óljósa og bresk stjórnvöld séu sjálf að átta sig á stöðunni sem er komin upp. „Forsætisráðherrann er búinn að boða afsögn og núna eru þeir bara að ná andanum eftir það sem gerst hefur,“ segir Lilja. Lilja segir fullsnemmt að segja til um hvort Bretar geti, eftir útgöngu úr ESB, myndað ríkjahóp með þeim Evrópuríkjum sem nú þegar standa utan Evrópusambandsins. „Það eru margar mismunandi leiðir í boði og ég er sannfærð um að það muni nást hagfelld lausn á þessu fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,“ segir Lilja Í minnisblaði Seðlabankans til fjármálaráðuneytisins um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar segir að Íslendingar hafi flutt út vörur til Bretlands í fyrra fyrir tæplega 73 milljarða króna eða sem nam tæplega 12% af vöruútflutningi ársins. Bretlandsmarkaður er einkum mikilvægur fyrir sjávarútveginn en þangað voru fluttar út sjávarafurðir fyrir um 48,5 milljarð króna í fyrra eða sem nemur 18,3% af öllum sjávarvöruútflutningi ársins 2015. Þá kemur fram að tæplega einn af hverjum fimm ferðamönnum sem komu til Íslands í fyrra var frá Bretlandi. „Bretland er okkur afar mikilvægt ríki. Þetta er okkar stærsta útflutningsland og það kemur mikill fjöldi ferðamanna frá Bretlandi þannig að það er algjört lykilatriði fyrir okkur að tryggja okkar hagsmuni,“ segir hún. Gengi hlutabréfa hér heima og erlendis tóku dýfu í gær eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar og pundið tók dýfu gagnvart dollar og evru. Lilja segir að stærstu efnahagsríkin hafi mikla þjálfun í því að starfa saman. „Og þau skilja að þetta skiptir þau máli þannig að ég held að allir munu leggja sig ofboðslega mikið fram um það að tryggja hagfellda lausn.“Ekki mikil neikvæð áhrif nú en fyrirséð um lækkanir á hlutabréfum Seðlabanki Íslands telur að áhrif niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði líklegast neikvæð en ekki veruleg, sérstaklega þegar frá liður. Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabankans til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna niðurstöðunnar. „Í þessu sambandi ber að undirstrika að íslenskar fjármálastofnanir hafa góða eiginfjárstöðu, bera takmarkaða áhættu gagnvart eignum í breskum pundum og eru vel fjármagnaðar í erlendum gjaldmiðlum. Þá er gjaldeyrisforði stærri en í mjög langan tíma í sögu þjóðarinnar og fjármagnshöft draga úr sveiflum í fjármagnsflæði,“ segir í minnisblaðinu. Seðlabankinn fylgist náið með þróun alþjóðlegra og innlendra fjármálamarkaða næstu daga og endurmetur stöðuna eftir því sem ástæða er til. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi tók þó skarpa dýfu í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,21 prósent. Gengi bréfa hjá félögum sem eru með útflutning eða starfsemi erlendis, til að mynda Icelandair Group, HB Grandi og Marel lækkuðu mest. Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu um 6,06 prósent í 684 milljón króna viðskiptum. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands, segir það ekki koma á óvart að þessi félög verði fyrir mestum áhrifum. Hann segir lækkanir í takt við erlenda markaði. Spáð er því að lækkanir séu framundan næstu daga á erlendum mörkuðum sem gæti þýtt áframhaldandi lækkanir á íslenskum markaðiFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júní
Brexit Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent