Tugþúsundir gesta læra að verða Íslendingar Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 10:00 Bjarni Haukur áætlar að um 35 til 40 þúsund manns hafi sótt sýninguna frá upphafi. Mynd/Jorri „Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson. Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
„Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson.
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent