Tugþúsundir gesta læra að verða Íslendingar Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 10:00 Bjarni Haukur áætlar að um 35 til 40 þúsund manns hafi sótt sýninguna frá upphafi. Mynd/Jorri „Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira