Gagnasamningur fyrir 450 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 13. júní 2016 07:00 Guðrún Johnsen Fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á hruninu á Íslandi komu í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins. Fréttablaðið/Stefán Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Creditinfo skrifuðu nýverið undir samstarfssamning um aðgengi að öllum gögnum Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Áætlað er að verðmæti gagnanna sé um 450 milljónir króna. Gögnin verða notuð í víðtæku rannsóknarstarfi Guðrúnar Johnsen, lektors í fjármálum, en hún leiðir hóp rannsakenda frá Stanford-háskóla, Paris School of Economics (PSE) og University of Maryland við að greina fyrirtækjasamstæður á Íslandi, myndun þeirra, skuldsetningu og eiginfjárfjármögnun. Með samningnum er lagður grunnur að því að efla rannsóknarstarf Háskóla Íslands á íslensku atvinnulífi og tryggja gæði vísindastarfsins. Þetta er að mati Guðrúnar tímamótasamningur enda er söfnun slíkra gagna gríðarlega kostnaðarsöm og algengari í stærri löndum. Með aðgengi að gögnunum muni rannsóknarsamfélagið geta veitt stefnumótandi aðilum í viðskiptalífinu sem og stjórnvöldum, bæði hér á landi og erlendis, innsýn og skilning á virkni fyrirtækja, fjármögnun þeirra, fjárfestingar, vaxtakostnað, skattgreiðslur, arðgreiðslur og eignarhald. „Gögn sem eru af þessum gæðaflokki og jafn ítarleg fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma, verða ekki gripin upp af götunni og er óhemjudýrt að safna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að ekki síst fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á Íslandi um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna í október 2008, og atburði tengda þeim, hafi komið í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins sem komnir eru til vegna uppbyggingar fjölda fyrirtækjasamstæða og flókinna fjármálagerninga. „Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis gerði það kleift að álykta með nokkurri vissu að hægt sé að rekja fjármálaáföll þau, sem dunið hafa á Vesturlöndum það sem af er 21. aldar, til flókinna eignatengsla og skorts á gagnsæi fjármálagerninga. Flækjustigið hefur torveldað eftirlitsaðilum, sem og starfsfólki fjármálageirans, að meta bæði sértæka áhættu og kerfislega áhættu,“ segir Guðrún og bætir við að flókin fyrirtækjatengsl og rekstur skúffufyrirtækja í skattaparadísum bendi einnig til að skattheimta hafi orðið kostnaðarsamari, kallað á auknar skattrannsóknir og hugsanlega leitt til aukinna undanskota frá skatti og til ójafnaðar. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar benda til að fjármagnseigendur standi fyrir uppbyggingu á fyrirtækjasamstæðum af því tagi sem veikir viðnámsþrótt efnahagskerfa, meðal annars til að draga úr þörf á að leggja fram eigið fé í fjárfestingar sínar sem og að lágmarka skattgreiðslur. Guðrún bætir við að til þess að hægt sé að leggja fram sannfærandi tillögur um breytingar á reglugerðarumhverfi og skattaumhverfi sé nauðsynlegt að kafa ofan í þau flóknu eignatengsl sem voru byggð upp.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á hruninu á Íslandi komu í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins. Fréttablaðið/Stefán Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Creditinfo skrifuðu nýverið undir samstarfssamning um aðgengi að öllum gögnum Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Áætlað er að verðmæti gagnanna sé um 450 milljónir króna. Gögnin verða notuð í víðtæku rannsóknarstarfi Guðrúnar Johnsen, lektors í fjármálum, en hún leiðir hóp rannsakenda frá Stanford-háskóla, Paris School of Economics (PSE) og University of Maryland við að greina fyrirtækjasamstæður á Íslandi, myndun þeirra, skuldsetningu og eiginfjárfjármögnun. Með samningnum er lagður grunnur að því að efla rannsóknarstarf Háskóla Íslands á íslensku atvinnulífi og tryggja gæði vísindastarfsins. Þetta er að mati Guðrúnar tímamótasamningur enda er söfnun slíkra gagna gríðarlega kostnaðarsöm og algengari í stærri löndum. Með aðgengi að gögnunum muni rannsóknarsamfélagið geta veitt stefnumótandi aðilum í viðskiptalífinu sem og stjórnvöldum, bæði hér á landi og erlendis, innsýn og skilning á virkni fyrirtækja, fjármögnun þeirra, fjárfestingar, vaxtakostnað, skattgreiðslur, arðgreiðslur og eignarhald. „Gögn sem eru af þessum gæðaflokki og jafn ítarleg fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma, verða ekki gripin upp af götunni og er óhemjudýrt að safna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að ekki síst fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á Íslandi um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna í október 2008, og atburði tengda þeim, hafi komið í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins sem komnir eru til vegna uppbyggingar fjölda fyrirtækjasamstæða og flókinna fjármálagerninga. „Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis gerði það kleift að álykta með nokkurri vissu að hægt sé að rekja fjármálaáföll þau, sem dunið hafa á Vesturlöndum það sem af er 21. aldar, til flókinna eignatengsla og skorts á gagnsæi fjármálagerninga. Flækjustigið hefur torveldað eftirlitsaðilum, sem og starfsfólki fjármálageirans, að meta bæði sértæka áhættu og kerfislega áhættu,“ segir Guðrún og bætir við að flókin fyrirtækjatengsl og rekstur skúffufyrirtækja í skattaparadísum bendi einnig til að skattheimta hafi orðið kostnaðarsamari, kallað á auknar skattrannsóknir og hugsanlega leitt til aukinna undanskota frá skatti og til ójafnaðar. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar benda til að fjármagnseigendur standi fyrir uppbyggingu á fyrirtækjasamstæðum af því tagi sem veikir viðnámsþrótt efnahagskerfa, meðal annars til að draga úr þörf á að leggja fram eigið fé í fjárfestingar sínar sem og að lágmarka skattgreiðslur. Guðrún bætir við að til þess að hægt sé að leggja fram sannfærandi tillögur um breytingar á reglugerðarumhverfi og skattaumhverfi sé nauðsynlegt að kafa ofan í þau flóknu eignatengsl sem voru byggð upp.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira