Bráðabirgðayfirlit frá Seðlabanka sýnir hagstæðan viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2016 19:07 Alltaf áhugavert að rýna í tölur frá Seðlabankanum. Vísir/Andri Marinó Viðskipajöfnuður mældist hagstæður um 2,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 samanborið við 7,8 milljarða króna fjórðunginn á undan. Vöruskiptajöfnuður mældist hins vegar óhagstæður sem nam 25,6 milljörðum króna en þjónustujöfnuður hagstæður um því sem nemur 26,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi. Um bráðabirgðayfirlit frá stofnuninni er að ræða. „Jöfnuður frumþáttatekna var hagstæður um 5,4 ma.kr. en rekstrarframlög óhagstæð um 4,5 ma.kr. Áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á frumþáttatekjur eru hverfandi eftir samþykki nauðasamninga í desember síðastliðnum,“ segir í tilkynningunni. „Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.215 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.347 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 131 ma.kr. eða sem nemur 5,9% af vergri landframleiðslu. Nettóskuldir hækkuðu um 4 ma.kr. eða sem nemur 0,2% af VLF á milli ársfjórðunga,“ segir jafnframt. Á fyrstu mánuðum ársins komu til framkvæmda greiðslur innlánsstofnana í slitameðferð til kröfuhafa í formi reiðufjár en einnig voru gefin út skulda- og hlutabréf í félögunum sem afhent voru kröfuhöfunum. Eins og kunnugt eru náðust samningar við kröfuhafa íslenska ríkisins fyrir skemmstu sem hefur haft áhrif á afkomu þjóðarbúsins. „Í lok fjórðungsins nam skuld þeirra 598 ma.kr. sem síðar verður greidd eftir því sem sölu eigna vindur fram. Verðmat á skuldum félaganna í lok árs 2015 hefur verið endurskoðað frá síðustu birtingu. Skuldirnar eru nú á markaðsverði í stað nafnverðs áður. Þessi framsetning endurspeglar betur þá fjárhæð sem áætlað er að verði að endingu greidd til kröfuhafanna. Áhrif þessa er betri erlend staða þjóðarbúsins í lok ársins 2015 sem nemur 172 ma.kr. eða 8,8% af vergri landsframleiðslu. Hrein fjármagnsviðskipti leiddu til um 14 ma.kr. lakari erlendrar stöðu. Þar af lækkuðu erlendar eignir um 528 ma.kr. og skuldir um 514 ma.kr. vegna viðskiptanna. Gengis- og verðbreytingar höfðu neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins sem nam 103 ma.kr. á ársfjórðungnum. Gengi krónunnar lækkaði gagnvart helstu gjaldmiðlum eða að jafnaði um 1,6% samkvæmt gengisskráningarvog.“ Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Viðskipajöfnuður mældist hagstæður um 2,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 samanborið við 7,8 milljarða króna fjórðunginn á undan. Vöruskiptajöfnuður mældist hins vegar óhagstæður sem nam 25,6 milljörðum króna en þjónustujöfnuður hagstæður um því sem nemur 26,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi. Um bráðabirgðayfirlit frá stofnuninni er að ræða. „Jöfnuður frumþáttatekna var hagstæður um 5,4 ma.kr. en rekstrarframlög óhagstæð um 4,5 ma.kr. Áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á frumþáttatekjur eru hverfandi eftir samþykki nauðasamninga í desember síðastliðnum,“ segir í tilkynningunni. „Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.215 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.347 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 131 ma.kr. eða sem nemur 5,9% af vergri landframleiðslu. Nettóskuldir hækkuðu um 4 ma.kr. eða sem nemur 0,2% af VLF á milli ársfjórðunga,“ segir jafnframt. Á fyrstu mánuðum ársins komu til framkvæmda greiðslur innlánsstofnana í slitameðferð til kröfuhafa í formi reiðufjár en einnig voru gefin út skulda- og hlutabréf í félögunum sem afhent voru kröfuhöfunum. Eins og kunnugt eru náðust samningar við kröfuhafa íslenska ríkisins fyrir skemmstu sem hefur haft áhrif á afkomu þjóðarbúsins. „Í lok fjórðungsins nam skuld þeirra 598 ma.kr. sem síðar verður greidd eftir því sem sölu eigna vindur fram. Verðmat á skuldum félaganna í lok árs 2015 hefur verið endurskoðað frá síðustu birtingu. Skuldirnar eru nú á markaðsverði í stað nafnverðs áður. Þessi framsetning endurspeglar betur þá fjárhæð sem áætlað er að verði að endingu greidd til kröfuhafanna. Áhrif þessa er betri erlend staða þjóðarbúsins í lok ársins 2015 sem nemur 172 ma.kr. eða 8,8% af vergri landsframleiðslu. Hrein fjármagnsviðskipti leiddu til um 14 ma.kr. lakari erlendrar stöðu. Þar af lækkuðu erlendar eignir um 528 ma.kr. og skuldir um 514 ma.kr. vegna viðskiptanna. Gengis- og verðbreytingar höfðu neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins sem nam 103 ma.kr. á ársfjórðungnum. Gengi krónunnar lækkaði gagnvart helstu gjaldmiðlum eða að jafnaði um 1,6% samkvæmt gengisskráningarvog.“
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira