Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram á þingi í kvöld nýtt frumvarp sem snýr að áætlunum stjórnvalda um losun hafta.
Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um gjaldeyrismál, meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.
Megintilgangur frumvarpsins, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, er að lögfesta úrræði til handa Seðlabanka Íslands til þess að tempra innstreymi fjármagns til landsins.
Þar er meðal annars lagt til að Seðlabankanum verði veitt heimild til að setja reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis nýs gjaldeyris. Ráðstöfunum er ætlað að draga úr þeirri áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.
Þingfundur stendur enn yfir en Alþingi mun væntanlega ljúka störfum fyrir sumarfrí á næstu klukkutímum.
Nýtt haftafrumvarp lagt fram á þingi

Tengdar fréttir

Kemur í ljós í júní hvort það takist að losa um aflandskrónurnar
Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma.