Kemur í ljós í júní hvort það takist að losa um aflandskrónurnar Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2016 12:45 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Stefán Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“ Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“
Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04
Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24
"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00