Sport

Neymar og Jordan saman á körfuboltavellinum | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gaman að sjá þá tvo saman á vellinum.
Gaman að sjá þá tvo saman á vellinum. vísir
Knattspyrnumaðurinn Neymar er ein stærsta stjarnan í heiminum í dag en körfuboltamaðurinn Michael Jordan er líklega stærsta íþróttastjarna allra tíma. Þessir tveir hittust á dögunum og tóku leik, og það í körfubolta.

Leikurinn fór fram á einkavelli í eigu Jordan en þeir hittust til að kynna nýja skólínu Neymar sem kemur út í samstarfi við Jordan.

Það var nokkuð greinilega að Jordan er töluvert sterkari á þessum velli, en það má samt sem áður gera ráð fyrir því að munurinn á fótboltavellinum sé enn meiri á milli þeirra tveggja.

Hér að neðan má sjá myndband sem náðist af þeim tveim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×