Hafa fundið stærstu olíulind Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 10:06 Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira