Viðskipti innlent

Eignarlaust Baugsfélag í 130 milljarða gjaldþroti

ingvar haraldsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda voru stærstu hluthafar Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda voru stærstu hluthafar Baugs.

Ekkert fékkst upp í kröfur þrotabús BG Holding ehf., sem var dótturfélag Baugs Group hf. Alls námu lýst kröfur 130 milljörðum króna. Fyrirtækið átti meðal annars hlut í verslunarkeðjunum Hamleys, Iceland, House of Frazer og Goldsmiths á Bretlandi. BG Holding var lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2012.

Landsbankinn fór fram á að félagið færi í greiðslustöðvun árið 2009 og gekk þá að veðum sínum í félaginu.

Fleiri félög tengd Baugi og fyrrum eigendum þess hafa lokið gjaldþrotaskiptum að undanförnu.

Skiptum í þrotabú félagsins FG-5, sem áður hét Gaumur lauk í síðasta mánuði. Félagið var að mestu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Lýstar kröfur námu 38,7 milljörðum króna. Veðkröfur fengust greiddar að fullu en þær námu 27,8 milljónum króna. Þá námu almennar kröfur 22,2 milljörðum króna og fengust 14,9 milljónir upp í þær eða 0,067 prósent af almennum kröfum.

Þá er gjaldþrota­skipt­um hjá fé­lag­inu BG Fast­eign­um ehf, öðru dótturfélagi Baugs einnig lokið. Rúmlega ein milljón fékkst upp í 17 milljarða kröfur í félaginu.


Tengdar fréttir

Eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs gjaldþrota

Eignarhaldsfélagið Þú Blásól var tekið til gjaldþortaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 20. Maí síðastliðinn. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu lýsir skiptastjórinn, Pétur Már Jónsson, eftir kröfum í búið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.