Seint lærir Seðlabankinn skjóðan skrifar 11. maí 2016 11:30 Undanfarin misseri hafa hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði stigmagnast. Árið 2014 námu slík kaup 111 milljörðum króna en í fyrra námu þau 272 milljörðum króna. Á þessu ári stefnir í að hrein kaup bankans á gjaldeyri fari nærri 400 milljörðum. Hreinn gjaldeyrisforði nam í lok mars tæplega 400 milljörðum og heildarforðinn var 735 milljarðar. Seðlabankinn, sem kynnir vaxtaákvörðun í dag, hefur haldið vöxtum hér á landi himinháum í samanburði við öll viðmiðunarlönd. Verðbólga hefur nú í mörg misseri verið svipuð og í nágrannalöndum Íslands, þegar notast er við sambærilegar forsendur, en samt eru stýrivextir Seðlabanka Íslands svo háir að raunvextir eru mörghundruð sinnum hærri en annars staðar. Þetta hefur eðlilega leitt til mikils innflæðis gjaldeyris til landsins í formi vaxtamunarviðskipta og styrkt krónuna frá því sem annars hefði verið. Sterk króna heldur verðbólgu í skefjum en hefur þann kostnað í för með sér að veikja útflutningsatvinnugreinar og stuðla að auknum innflutningi og þar með viðskiptahalla, sem til lengdar stuðlar að óstöðugri krónu. Mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans hafa einnig þau áhrif að auka mjög peningamagn í umferð og grafa þannig undan yfirlýstum þensluvörnum, sem bankinn segist stunda með hávaxtastefnu sinni. Á síðasta ári hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 1,25 prósentustig eða því sem næst fjórðung til að gera upptækar launahækkanir á almennum vinnumarkaði, sem færðu í mesta lagi 70 til 800 milljarða, að teknu tilliti til skatta, í vasa launþega og þannig út í hagkerfið með einum eða öðrum hætti. Þetta taldi bankinn nauðsynlegt til að viðhalda verðstöðugleika í landinu. Á sama tíma dældi bankinn sjálfur 272 milljörðum út í hagkerfið með kaupum á gjaldeyri, eða næstum fjórfaldri þeirri fjárhæð sem stafaði af kjarasamningum. Þeir peningar fóru að miklu leyti til fjárfestinga hér innanlands og ekki síst á fasteignamarkaði. Þetta hefur verið einn áhrifaþáttur þess að fasteignaverð hefur rokið upp hér á landi. Ólíkt því sem tíðkast í öðrum löndum er húsnæðiskostnaður tekinn inn hér á landi sem hluti þeirrar vísitölu sem mælir verðbólgu. Án húsnæðisliðarins hefur nær engin verðbólga mælst hér undanfarin misseri. Þannig kyndir Seðlabankinn sjálfur verðbólgubálið með þensluskapandi gjaldeyriskaupum og refsar almenningi og atvinnufyrirtækjum með hæstu raunvöxtum á byggðu bóli, sem aftur stuðla að frekara gjaldeyrisinnstreymi. Þetta er sami vítahringurinn og Seðlabankinn leiddi hagkerfið í fyrir hrun. Þá neyddust fyrirtæki og heimili til að taka gengistryggð lán því enginn löglegur rekstur gat staðið undir vaxtaokrinu sem Seðlabankinn leiddi hér á landi. Við munum hvernig það fór. Án stefnubreytingar endar með því að Seðlabankinn setur allt á hliðina hér á landi, aftur. Skjóðan Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði stigmagnast. Árið 2014 námu slík kaup 111 milljörðum króna en í fyrra námu þau 272 milljörðum króna. Á þessu ári stefnir í að hrein kaup bankans á gjaldeyri fari nærri 400 milljörðum. Hreinn gjaldeyrisforði nam í lok mars tæplega 400 milljörðum og heildarforðinn var 735 milljarðar. Seðlabankinn, sem kynnir vaxtaákvörðun í dag, hefur haldið vöxtum hér á landi himinháum í samanburði við öll viðmiðunarlönd. Verðbólga hefur nú í mörg misseri verið svipuð og í nágrannalöndum Íslands, þegar notast er við sambærilegar forsendur, en samt eru stýrivextir Seðlabanka Íslands svo háir að raunvextir eru mörghundruð sinnum hærri en annars staðar. Þetta hefur eðlilega leitt til mikils innflæðis gjaldeyris til landsins í formi vaxtamunarviðskipta og styrkt krónuna frá því sem annars hefði verið. Sterk króna heldur verðbólgu í skefjum en hefur þann kostnað í för með sér að veikja útflutningsatvinnugreinar og stuðla að auknum innflutningi og þar með viðskiptahalla, sem til lengdar stuðlar að óstöðugri krónu. Mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans hafa einnig þau áhrif að auka mjög peningamagn í umferð og grafa þannig undan yfirlýstum þensluvörnum, sem bankinn segist stunda með hávaxtastefnu sinni. Á síðasta ári hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 1,25 prósentustig eða því sem næst fjórðung til að gera upptækar launahækkanir á almennum vinnumarkaði, sem færðu í mesta lagi 70 til 800 milljarða, að teknu tilliti til skatta, í vasa launþega og þannig út í hagkerfið með einum eða öðrum hætti. Þetta taldi bankinn nauðsynlegt til að viðhalda verðstöðugleika í landinu. Á sama tíma dældi bankinn sjálfur 272 milljörðum út í hagkerfið með kaupum á gjaldeyri, eða næstum fjórfaldri þeirri fjárhæð sem stafaði af kjarasamningum. Þeir peningar fóru að miklu leyti til fjárfestinga hér innanlands og ekki síst á fasteignamarkaði. Þetta hefur verið einn áhrifaþáttur þess að fasteignaverð hefur rokið upp hér á landi. Ólíkt því sem tíðkast í öðrum löndum er húsnæðiskostnaður tekinn inn hér á landi sem hluti þeirrar vísitölu sem mælir verðbólgu. Án húsnæðisliðarins hefur nær engin verðbólga mælst hér undanfarin misseri. Þannig kyndir Seðlabankinn sjálfur verðbólgubálið með þensluskapandi gjaldeyriskaupum og refsar almenningi og atvinnufyrirtækjum með hæstu raunvöxtum á byggðu bóli, sem aftur stuðla að frekara gjaldeyrisinnstreymi. Þetta er sami vítahringurinn og Seðlabankinn leiddi hagkerfið í fyrir hrun. Þá neyddust fyrirtæki og heimili til að taka gengistryggð lán því enginn löglegur rekstur gat staðið undir vaxtaokrinu sem Seðlabankinn leiddi hér á landi. Við munum hvernig það fór. Án stefnubreytingar endar með því að Seðlabankinn setur allt á hliðina hér á landi, aftur.
Skjóðan Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira