Hvað ræður för? Stjórnarmaðurinn skrifar 11. maí 2016 11:00 Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira