Hvað ræður för? Stjórnarmaðurinn skrifar 11. maí 2016 11:00 Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira