Háskólanemar stofna leigumiðlun fyrir erlenda stúdenta ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2016 10:30 Stofnendur Rentmate, Eyþór Logi Þorsteinsson, Jóhann Ívar Björnsson, Sigurður Davíð Stefánsson og Óli Pétur Friðþjófsson. vísir/stefán Fjórir nemendur við Háskólann í Reykjavík hafa stofnað fyrirtækið Rentmate sem á að aðstoða erlenda námsmenn við að finna húsnæði hér á landi. „Planið er að taka inn hundrað stúdenta í haust sem við erum á góðri leið með að ná,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson, hinn tvítugi framkvæmdastjóri Rentmate. Eyþór segir þá sjá mikil tækifæri fyrir gistiheimili, sem geti bætt nýtingu sína yfir vetrartímann, þegar færri ferðamenn séu á landinu en losni svo í útleigu til ferðamanna yfir sumartímann. Þá sé talsverð þörf fyrir aðila sem aðstoði erlenda námsmenn við að finna sér húsnæði. „Allar alþjóðaskrifstofur sem við höfum talað við hafa tekið okkur fagnandi, þetta er oft mikill hausverkur fyrir þær,“ segir hann. „Það er erfitt fyrir nemendurna að para sig saman í íbúð því það er enginn vettvangur fyrir þá til þess,“ bætir hann við. Hann segir von á um 1.200 erlendum stúdentum til landsins í haust í háskólana þrjá í Reykjavík. Þeir hafi sett sér það markmið að finna húsnæði fyrir hundrað nemendur næsta haust. „Við erum á góðri leið með það.“ Eigendur íbúða, t.d. á Airbnb, og gistiheimila hafi tekið þeim vel. Erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta skráð sig inn á heimasíðu Rentmate þar sem hægt verður að auglýsa herbergi eða rúm og leigja þau út. Hann segir þá hafa hafið starfsemi um miðjan mars. „Hlutirnir eru búnir að gerast frekar hratt síðan þá.“ Þeir séu langt komnir með að hanna heimasíðu fyrir félagið þar sem erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta leigt út herbergi eða rúm sem gistiheimili eða íbúðaeigendur muni geta auglýst á síðunni. Eyþór segir Rentmate hafi fengið 475 þúsund króna frumkvöðlastyrk frá JAeurope og Norðurlandaráði, en að öðru leyti hafi þeir fjármagnað verkefnið sjálfir. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Fjórir nemendur við Háskólann í Reykjavík hafa stofnað fyrirtækið Rentmate sem á að aðstoða erlenda námsmenn við að finna húsnæði hér á landi. „Planið er að taka inn hundrað stúdenta í haust sem við erum á góðri leið með að ná,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson, hinn tvítugi framkvæmdastjóri Rentmate. Eyþór segir þá sjá mikil tækifæri fyrir gistiheimili, sem geti bætt nýtingu sína yfir vetrartímann, þegar færri ferðamenn séu á landinu en losni svo í útleigu til ferðamanna yfir sumartímann. Þá sé talsverð þörf fyrir aðila sem aðstoði erlenda námsmenn við að finna sér húsnæði. „Allar alþjóðaskrifstofur sem við höfum talað við hafa tekið okkur fagnandi, þetta er oft mikill hausverkur fyrir þær,“ segir hann. „Það er erfitt fyrir nemendurna að para sig saman í íbúð því það er enginn vettvangur fyrir þá til þess,“ bætir hann við. Hann segir von á um 1.200 erlendum stúdentum til landsins í haust í háskólana þrjá í Reykjavík. Þeir hafi sett sér það markmið að finna húsnæði fyrir hundrað nemendur næsta haust. „Við erum á góðri leið með það.“ Eigendur íbúða, t.d. á Airbnb, og gistiheimila hafi tekið þeim vel. Erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta skráð sig inn á heimasíðu Rentmate þar sem hægt verður að auglýsa herbergi eða rúm og leigja þau út. Hann segir þá hafa hafið starfsemi um miðjan mars. „Hlutirnir eru búnir að gerast frekar hratt síðan þá.“ Þeir séu langt komnir með að hanna heimasíðu fyrir félagið þar sem erlendu nemendurnir og eigendur gistirýma munu geta leigt út herbergi eða rúm sem gistiheimili eða íbúðaeigendur muni geta auglýst á síðunni. Eyþór segir Rentmate hafi fengið 475 þúsund króna frumkvöðlastyrk frá JAeurope og Norðurlandaráði, en að öðru leyti hafi þeir fjármagnað verkefnið sjálfir.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira