Jákvæð áhrif af styttri vinnudegi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. maí 2016 07:00 Sóley Tómasdóttir segir þörf á að meta áhrif styttri vinnuviku á skiptingu heimilisverka. vísir/Stefán Niðurstöður tilraunverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg benda til þess að starfsmönnum hafi tekist að sinna verkefnum sínum til fulls þrátt fyrir fjórum til fimm klukkutímum styttri vinnuviku. Enginn aukakostnaður fylgdi tilrauninni fyrir utan bakvakt á föstudagseftirmiðdögum hjá Barnavernd. Niðurstöður benda til þess að með styttri vinnuviku sé andleg og líkamleg líðan starfsmanna betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður stýrihóps um innleiðingu verkefnisins, segir tvímælalaust jákvæð áhrif af þessari tilraun. Hún segir æskilegt að halda áfram með verkefnið til að mæla hvort jákvæð áhrif vari. Frá 1. mars 2015 til 1. mars 2016 fór fram tilraun með styttingu vinnuviku í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hjá Barnavernd; tveimur vinnustöðum þar sem álag var talið mikið. Hjá Barnavernd var vinnuvikan stytt um fjóra klukkutíma með því að loka eftir hádegi á föstudögum, þá tók bakvakt við. Hjá Þjónustumiðstöðinni var lokað klukkan þrjú í stað fjögur alla virka daga. „Við áttuðum okkur strax á því að það er mikilvægt að laga þetta að hverjum vinnustað fyrir sig,“ segir Sóley „Verkefnið hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Það hafa verið mjög fáar hindranir í veginum. Báðir vinnustaðir tóku sínar daglegu venjur til gagngerrar skoðunar, þeir veltu fyrir sér tímastjórnun, lengd kaffipása, og funda. Niðurstöður og samtöl við fólk sem tók þátt benda til þess að fólk nýti tímann sem það er í vinnunni betur til vinnu,“ segir hún. Sóley segir að þó að þessar vísbendingar séu til staðar þá sé ýmislegt sem þörf sé á að skoða frekar, til dæmis hvort fólk sem vinni styttri vinnuviku sé að taka á sig auknar byrðar heima. „Niðurstöður tilraunarinnar verða formlega kynntar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Það væri gaman ef málþingið í dag yrði til að kveikja í almenna vinnumarkaðnum til að skoða þetta,“ segir Sóley Tómasdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Niðurstöður tilraunverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg benda til þess að starfsmönnum hafi tekist að sinna verkefnum sínum til fulls þrátt fyrir fjórum til fimm klukkutímum styttri vinnuviku. Enginn aukakostnaður fylgdi tilrauninni fyrir utan bakvakt á föstudagseftirmiðdögum hjá Barnavernd. Niðurstöður benda til þess að með styttri vinnuviku sé andleg og líkamleg líðan starfsmanna betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður stýrihóps um innleiðingu verkefnisins, segir tvímælalaust jákvæð áhrif af þessari tilraun. Hún segir æskilegt að halda áfram með verkefnið til að mæla hvort jákvæð áhrif vari. Frá 1. mars 2015 til 1. mars 2016 fór fram tilraun með styttingu vinnuviku í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hjá Barnavernd; tveimur vinnustöðum þar sem álag var talið mikið. Hjá Barnavernd var vinnuvikan stytt um fjóra klukkutíma með því að loka eftir hádegi á föstudögum, þá tók bakvakt við. Hjá Þjónustumiðstöðinni var lokað klukkan þrjú í stað fjögur alla virka daga. „Við áttuðum okkur strax á því að það er mikilvægt að laga þetta að hverjum vinnustað fyrir sig,“ segir Sóley „Verkefnið hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Það hafa verið mjög fáar hindranir í veginum. Báðir vinnustaðir tóku sínar daglegu venjur til gagngerrar skoðunar, þeir veltu fyrir sér tímastjórnun, lengd kaffipása, og funda. Niðurstöður og samtöl við fólk sem tók þátt benda til þess að fólk nýti tímann sem það er í vinnunni betur til vinnu,“ segir hún. Sóley segir að þó að þessar vísbendingar séu til staðar þá sé ýmislegt sem þörf sé á að skoða frekar, til dæmis hvort fólk sem vinni styttri vinnuviku sé að taka á sig auknar byrðar heima. „Niðurstöður tilraunarinnar verða formlega kynntar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Það væri gaman ef málþingið í dag yrði til að kveikja í almenna vinnumarkaðnum til að skoða þetta,“ segir Sóley Tómasdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira