Viðskipti innlent

Reginn hagnaðist um 750 milljónir á fyrsta ársfjórðungi

Samúel Karl Ólason skrifar
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn. Vísir/GVA
Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um 750 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum 2016. Hagnaðurinn jókst um 31 prósent á milli ára. Árshlutareikningur félagsins var samþykktur af stjórn þess í dag.

Í tilkynningu frá Reginn segir að rekstrartekjur á tímabilinu hafi verið 1.530 milljónir og vöxtur leigutekna hafi verið 26 prósent á milli ára. Sömuleiðis jókst rekstrarhagnaður fyrir matbreytingu og afskriftir um 26 prósent og var rétt rúmur milljarður.

Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins var 76.378 milljónir samanborið við 63.949 milljónir í árslok 2015.

„Eignasafn Regins er fjölbreytt og gott atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Fjöldi fasteigna í lok tímabilsins var 131 og heildarfermetrafjöldi þeirra eigna er 319 þúsund. Útleiguhlutfall á safni Regins er yfir 97 prósent miðað við þær tekjur sem 100 prósent útleiga gæfi,“segir í tilkynningunni.

Stærstu eignir fasteignafélagsins eru Smáralind og Egilshöll.



Sjá einnig: Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum

„Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers árs í tengslum við gerð ársreiknings sem og í lok hvers uppgjörstímabils. Matsbreyting á fyrstu 3 mánuðum ársins nam 517 milljónum króna.“

Á áðurnefndu tímabili fékk Reginn afhent fasteignafélögin Ósvör ehf. og CFV 1ehf. Þau félög eiga 23 fasteignir og um 43 þúsund fermetra. Þar að auki Strandgötu 14 og Skólastíg 4.


Tengdar fréttir

Hagnaðurinn hjá Regin tvöfaldast

Hagnaður fasteignafélagsins Regins eftir tekjuskatt nam tæplega 4,4 milljörðum króna í fyrra, sem er aukning um 96% frá fyrra ári.

Öll fasteignafélögin gætu hækkað í verði

Öll fasteignafélögin í Kauphöllinni gætu hækkað í verði, samkvæmt nýju verðmati Capacent. Sérfræðingur telur að upplýsingar um Regin mættu vera betri og skráning Eikar hafi verið ótímabær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×