Viðskipti innlent

Hagnaðurinn hjá Regin tvöfaldast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Vísir/Valli
Hagnaður fasteignafélagsins Regins eftir tekjuskatt nam tæplega 4,4 milljörðum króna í fyrra, sem er aukning um 96% frá fyrra ári. Vöxtur leigutekna frá fyrra ári var rúmlega 18%.

Í afkomutilkynningu frá Regin kemur fram að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3,6 milljarðar króna og jókst um 19% frá fyrra ári.

Í lok síðasta árs átti Reginn 107 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var 272 þúsund fermetrar. Útleiguhlutfall fasteignasafnsins er um 97% miðað við tekjur.

Bókfært virði fjárfestingareigna í lok síðasta árs var 63,95 milljarðar króna samanborið við 53,6 milljarða í árslok 2014. Matsbreyting á árinu var 3,5 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×