Ætla að bregðast við áður en vaxtamunarviðskiptin verða vandamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 19:00 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira