Bankarnir skili ríkinu 390 til 440 milljörðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2016 07:00 Eigin fé Íslandsbanka og Landsbankans nemur 462,8 milljörðum króna, en þrettán prósenta eign ríkisins í eigin fé Arion banka er 25,1 milljarður króna. Samsett mynd Eðlilegur afsláttur af eigin fé bankanna við sölu ríkisins væri tíu til tuttugu prósent, í stað 40 prósenta sem tíðkast um þessar mundir í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Capacent. Miðað við þetta nemur virði hlutar ríkisins í bönkunum 390 til 440 milljörðum króna. Fram kemur í greiningunni, sem ber yfirskriftina Bankablús: „Maraþon í yfirvikt“, að gríðarlegir fjármunir ríkisins liggi í bönkunum. Eigin fé Íslandsbanka og Landsbankans nemi 462,8 milljörðum króna og 13 prósenta hlutur ríkisins í eigin fé Arion banka sé 25,1 milljarður króna. „Samtals hefur ríkið því 487,9 milljarða króna bundna í bönkunum. Áætlaður kostnaður við byggingu Landspítalans nemur um 85 milljörðum króna og því nema fjármunir sem eru bundnir í bönkunum verðmæti sex Landspítala,“ segir í greiningunni. Miklu skipti hvaða verð fáist fyrir bankana. „Ef gefinn er 10 prósenta afsláttur af eigin fé bankanna er það um 48,8 milljarðar króna, ríflega hálfur Landspítali.“ Bent er á að verð banka ráðist af undirliggjandi rekstri og verðkennitölum annarra banka. „Ein ástæða fyrir því að verð banka liggur lægra en það eigið fé sem bundið er í honum er að arðsemi rekstrarins er lægri en sú arðsemiskrafa sem gerð er til rekstrarins.“ Bornar eru saman lykiltölur úr rekstri banka víðsvegar úr Evrópu, en þar er miðað við að gefinn sé 40 prósenta afsláttur af eigin fé banka. Í umhverfi þar sem svo mikill afsláttur sé gefinn virðist tæplega rétti tíminn til að selja íslensku bankana. „Hins vegar er nær ómögulegt að sjá fyrir verðþróun á mörkuðum og hvenær rétti tíminn sé kominn. Vel má rökstyðja að það sé varla verjandi að ríkið liggi með svo mikla fjármuni í bankakerfinu.“ Bæði myndu fjármunirnir nýtast annars staðar og svo fylgi bankarekstri áhætta. „Ekki ætti að þurfa að minna íslenska þjóð á bankahrunið.“ Í greiningunni er bent á að arðsemi banka af kjarnarekstri sé sú sama hér og í Evrópu. Eftir hrun sé heldur ekki sama óvissa um gæði eigna þeirra hér. Þá sé íslenskum bönkum gert að vera með hærra hlutfall eigin fjár en gerist erlendis, líkt og titill skýrslunnar ber með sér. „Kennitölusamanburður bendir til að verð íslensku bankanna ætti að liggja á bilinu 80 til 90 prósent af innra virði eða eigin fé.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Eðlilegur afsláttur af eigin fé bankanna við sölu ríkisins væri tíu til tuttugu prósent, í stað 40 prósenta sem tíðkast um þessar mundir í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Capacent. Miðað við þetta nemur virði hlutar ríkisins í bönkunum 390 til 440 milljörðum króna. Fram kemur í greiningunni, sem ber yfirskriftina Bankablús: „Maraþon í yfirvikt“, að gríðarlegir fjármunir ríkisins liggi í bönkunum. Eigin fé Íslandsbanka og Landsbankans nemi 462,8 milljörðum króna og 13 prósenta hlutur ríkisins í eigin fé Arion banka sé 25,1 milljarður króna. „Samtals hefur ríkið því 487,9 milljarða króna bundna í bönkunum. Áætlaður kostnaður við byggingu Landspítalans nemur um 85 milljörðum króna og því nema fjármunir sem eru bundnir í bönkunum verðmæti sex Landspítala,“ segir í greiningunni. Miklu skipti hvaða verð fáist fyrir bankana. „Ef gefinn er 10 prósenta afsláttur af eigin fé bankanna er það um 48,8 milljarðar króna, ríflega hálfur Landspítali.“ Bent er á að verð banka ráðist af undirliggjandi rekstri og verðkennitölum annarra banka. „Ein ástæða fyrir því að verð banka liggur lægra en það eigið fé sem bundið er í honum er að arðsemi rekstrarins er lægri en sú arðsemiskrafa sem gerð er til rekstrarins.“ Bornar eru saman lykiltölur úr rekstri banka víðsvegar úr Evrópu, en þar er miðað við að gefinn sé 40 prósenta afsláttur af eigin fé banka. Í umhverfi þar sem svo mikill afsláttur sé gefinn virðist tæplega rétti tíminn til að selja íslensku bankana. „Hins vegar er nær ómögulegt að sjá fyrir verðþróun á mörkuðum og hvenær rétti tíminn sé kominn. Vel má rökstyðja að það sé varla verjandi að ríkið liggi með svo mikla fjármuni í bankakerfinu.“ Bæði myndu fjármunirnir nýtast annars staðar og svo fylgi bankarekstri áhætta. „Ekki ætti að þurfa að minna íslenska þjóð á bankahrunið.“ Í greiningunni er bent á að arðsemi banka af kjarnarekstri sé sú sama hér og í Evrópu. Eftir hrun sé heldur ekki sama óvissa um gæði eigna þeirra hér. Þá sé íslenskum bönkum gert að vera með hærra hlutfall eigin fjár en gerist erlendis, líkt og titill skýrslunnar ber með sér. „Kennitölusamanburður bendir til að verð íslensku bankanna ætti að liggja á bilinu 80 til 90 prósent af innra virði eða eigin fé.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira